Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 08:48 Bernie Sanders náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont í kosningunum á þriðjudag. Hann hefur setið á þinginu frá árinu 2007. AP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29
„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30