Fótbolti

Real Madrid borgar 38 milljónir punda fyrir aldamótabarn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vinícius Junior hefur verið kallaður hinn "nýi Neymar“.
Vinícius Junior hefur verið kallaður hinn "nýi Neymar“. vísir/getty
Samkvæmt spænskum og brasilískum fjölmiðlum hefur Real Madrid komist að samkomulagi við Flamengo um kaup á brasilíska ungstirninu Vinícius Junoir.

Talið er að Real Madrid muni borga tæplega 38 milljónir punda fyrir Vinícius sem er fæddur í júlí árið 2000.

Barcelona hafði einnig áhuga á þessum efnilega leikmanni en tilboð Real Madrid var mun hærra.

Real Madrid getur þó ekki gengið endanlega frá kaupunum á Vinícius fyrr en í júlí 2018, þegar hann verður 18 ára gamall.

Vinícius hefur verið kallaður hinn „nýi Neymar“ þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir aðallið Flamengo.

Vinícius hefur gert það gott með yngri landsliðum Brasilíu undanfarin ár. Hann var m.a. markakóngur og valinn besti leikmaður Suður-Ameríkukeppni U-17 ára liða í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×