Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2017 20:55 Sally Yates og James Clapper. Vísir/Getty Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna óttuðust að yfirvöld í Rússlandi gætu kúgað Michael Flynn, þáverandi öryggisráðgjafa Donald Trump, forseta. Þetta kom fram á fundi þingnefndar þar sem þau Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra, og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála, voru spurð út í afskipti Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Michael Flynn hafði sagt embættismönnum, og þar á meðal Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt frá fundum sínum með sendiherra Rússlands. Hleruð símtöl sýndu fram á að Flynn ræddi viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi við sendiherrann. Pence og aðrir starfsmenn Hvíta hússins sögðu hins vegar að slíkt samtal hefði ekki átt sér stað. Dómsmálaráðuneytið sagði starfsmönnum Hvíta hússins tvisvar sinnum frá því að mögulega gætu Rússar kúgað Flynn. Yates sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum. Þar að auki taldi hún að Rússar hefðu mögulega geta kúgað Flynn, eins og áður hefur komið fram. Því sagði hún Donald McGhan, æðsta lögmanni Hvíta hússins, frá því, svo „þeir gætu gripið til aðgerða“. Þetta er í fyrsta sinn sem Yates tjáir sig opinberlega um samtöl sín við McGahn, samkvæmt frétt Washington Post. Nefndarfundurinn stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Flynn starfaði fyrir ríkisstjórn Barack Obama en var rekinn árið 2014 vegna óstjórnar er hann stýrði starfi einnar af leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Obama varaði Trump við því að Flynn væri ekki hæfur til þess að gegna embætti þjóðaröryggisráðgjafa. Þá var Flynn til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna samskipta sinna við rússneska embættismenn. Trump réð Flynn hins vegar sem var þó þjóðaröryggisráðherra í einungis 24 daga. Donald Trump Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Obama sagður hafa varað Trump við að ráða Flynn til starfa Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa varað arftaka hans í starfi, Donald Trump, við að ráða Michael Flynn í embætti þjóðaröryggisráðgjafa. Flynn sagði af sér embætti eftir aðeins 24 daga í starfi eftir að upp komst um samskipti hans við Rússa áður en Trump tók við embætti. 8. maí 2017 16:21 Ráðgjafi Trump ræddi við Tyrki um að koma Gulen til Tyrklands Fethulla Gulen er sakaður um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í gegn Erdogan. 25. mars 2017 11:30 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum Demókratar fara fram á ítarlega rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi og að Hvíta húsið segi til um hvað og hvenær þeir hafi vitað um málið. 14. febrúar 2017 18:30 Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00 Rannsaka greiðslur erlendra aðila til Flynn Vandræði Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðherra Trump, halda áfram. 27. apríl 2017 18:03 Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna óttuðust að yfirvöld í Rússlandi gætu kúgað Michael Flynn, þáverandi öryggisráðgjafa Donald Trump, forseta. Þetta kom fram á fundi þingnefndar þar sem þau Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra, og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála, voru spurð út í afskipti Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Michael Flynn hafði sagt embættismönnum, og þar á meðal Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt frá fundum sínum með sendiherra Rússlands. Hleruð símtöl sýndu fram á að Flynn ræddi viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi við sendiherrann. Pence og aðrir starfsmenn Hvíta hússins sögðu hins vegar að slíkt samtal hefði ekki átt sér stað. Dómsmálaráðuneytið sagði starfsmönnum Hvíta hússins tvisvar sinnum frá því að mögulega gætu Rússar kúgað Flynn. Yates sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum. Þar að auki taldi hún að Rússar hefðu mögulega geta kúgað Flynn, eins og áður hefur komið fram. Því sagði hún Donald McGhan, æðsta lögmanni Hvíta hússins, frá því, svo „þeir gætu gripið til aðgerða“. Þetta er í fyrsta sinn sem Yates tjáir sig opinberlega um samtöl sín við McGahn, samkvæmt frétt Washington Post. Nefndarfundurinn stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Flynn starfaði fyrir ríkisstjórn Barack Obama en var rekinn árið 2014 vegna óstjórnar er hann stýrði starfi einnar af leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Obama varaði Trump við því að Flynn væri ekki hæfur til þess að gegna embætti þjóðaröryggisráðgjafa. Þá var Flynn til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna samskipta sinna við rússneska embættismenn. Trump réð Flynn hins vegar sem var þó þjóðaröryggisráðherra í einungis 24 daga.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Obama sagður hafa varað Trump við að ráða Flynn til starfa Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa varað arftaka hans í starfi, Donald Trump, við að ráða Michael Flynn í embætti þjóðaröryggisráðgjafa. Flynn sagði af sér embætti eftir aðeins 24 daga í starfi eftir að upp komst um samskipti hans við Rússa áður en Trump tók við embætti. 8. maí 2017 16:21 Ráðgjafi Trump ræddi við Tyrki um að koma Gulen til Tyrklands Fethulla Gulen er sakaður um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í gegn Erdogan. 25. mars 2017 11:30 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum Demókratar fara fram á ítarlega rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi og að Hvíta húsið segi til um hvað og hvenær þeir hafi vitað um málið. 14. febrúar 2017 18:30 Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00 Rannsaka greiðslur erlendra aðila til Flynn Vandræði Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðherra Trump, halda áfram. 27. apríl 2017 18:03 Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Obama sagður hafa varað Trump við að ráða Flynn til starfa Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa varað arftaka hans í starfi, Donald Trump, við að ráða Michael Flynn í embætti þjóðaröryggisráðgjafa. Flynn sagði af sér embætti eftir aðeins 24 daga í starfi eftir að upp komst um samskipti hans við Rússa áður en Trump tók við embætti. 8. maí 2017 16:21
Ráðgjafi Trump ræddi við Tyrki um að koma Gulen til Tyrklands Fethulla Gulen er sakaður um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í gegn Erdogan. 25. mars 2017 11:30
Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42
Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum Demókratar fara fram á ítarlega rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi og að Hvíta húsið segi til um hvað og hvenær þeir hafi vitað um málið. 14. febrúar 2017 18:30
Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00
Rannsaka greiðslur erlendra aðila til Flynn Vandræði Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðherra Trump, halda áfram. 27. apríl 2017 18:03
Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30
Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11