Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2017 20:57 Svala á sviði í Kænugarði. Eurovision Blaðamenn fylgdust með dómarennsli fyrri undanriðils söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu í kvöld þar sem Svala Björgvinsdóttir steig á svið fyrir hönd Íslands. Á dómararennslinu fylgjast dómnefndir hverra landa með flutningi keppenda en stig þeirra gilda til helmings á móti símaatkvæðum áhorfenda. Það var því flutningurinn í kvöld sem ræður því hvaða lönd fá stig frá dómnefndum hverrar þjóðar.Matthew Friedrichs, sem skrifar fyrir vefinn ESC United, sagði atriði Svölu vera dómaravænt. „En það er þó frekar bragðdauft og óspennandi,“ skrifaði Friedrichs um atriði Svölu. Hann sagði flutning hennar fremur staðnaðan fyrir þetta lag en hún flytji það þó eins vel og hún getur og sé örugg á sviði.Samuel Deakin ritar fyrir Eurovoix en hann sagði flutning Svölu vera hnitmiðaðan og að umgjörðin á sviði hentaði flutningi hennar fullkomlega. „Það voru engin mistök á þessu dómararennsli,“ skrifar Deakin.Bretinn Jessica Weaver ritar fyrir Eurovision-vefinn ESC Today en þar segir hún Svölu hafa flutt lagið einstaklega vel á dómarennslinu. Var það mat Weaver að flutningur Svölu gæti hafa lagst vel í dómnefndirnar og að það gæti mögulega gert góða hluti með stuðningi í formi atkvæða frá áhorfendum á morgun.“Blaðamaður sænska dagblaðsins Aftonbladet, Tobbe Ek, segir lagið Paper ekki eina af öskurballöðum keppninnar, það sé of gott til þess. Hann segir Svölu skorta hlýju á sviði en að hún skarti þykkustu skósólum keppninnar.Sjá einnig: Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin birti í dag á bloggsíðu sinni sína stigagjöf yfir öll lögin sem eru í Eurovision í ár. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir á síðu sinni að hann myndi gefa Svölu fimm stig í keppninni, ef hann fengi einhverju ráðið. Eurovision Tengdar fréttir Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00 Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Blaðamenn fylgdust með dómarennsli fyrri undanriðils söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu í kvöld þar sem Svala Björgvinsdóttir steig á svið fyrir hönd Íslands. Á dómararennslinu fylgjast dómnefndir hverra landa með flutningi keppenda en stig þeirra gilda til helmings á móti símaatkvæðum áhorfenda. Það var því flutningurinn í kvöld sem ræður því hvaða lönd fá stig frá dómnefndum hverrar þjóðar.Matthew Friedrichs, sem skrifar fyrir vefinn ESC United, sagði atriði Svölu vera dómaravænt. „En það er þó frekar bragðdauft og óspennandi,“ skrifaði Friedrichs um atriði Svölu. Hann sagði flutning hennar fremur staðnaðan fyrir þetta lag en hún flytji það þó eins vel og hún getur og sé örugg á sviði.Samuel Deakin ritar fyrir Eurovoix en hann sagði flutning Svölu vera hnitmiðaðan og að umgjörðin á sviði hentaði flutningi hennar fullkomlega. „Það voru engin mistök á þessu dómararennsli,“ skrifar Deakin.Bretinn Jessica Weaver ritar fyrir Eurovision-vefinn ESC Today en þar segir hún Svölu hafa flutt lagið einstaklega vel á dómarennslinu. Var það mat Weaver að flutningur Svölu gæti hafa lagst vel í dómnefndirnar og að það gæti mögulega gert góða hluti með stuðningi í formi atkvæða frá áhorfendum á morgun.“Blaðamaður sænska dagblaðsins Aftonbladet, Tobbe Ek, segir lagið Paper ekki eina af öskurballöðum keppninnar, það sé of gott til þess. Hann segir Svölu skorta hlýju á sviði en að hún skarti þykkustu skósólum keppninnar.Sjá einnig: Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin birti í dag á bloggsíðu sinni sína stigagjöf yfir öll lögin sem eru í Eurovision í ár. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir á síðu sinni að hann myndi gefa Svölu fimm stig í keppninni, ef hann fengi einhverju ráðið.
Eurovision Tengdar fréttir Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00 Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21
Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45
Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00
Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39