Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2017 07:00 Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira