Sátt um nýtingu sjávarauðlindarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2017 07:00 Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun