Svala er nú í fullum undirbúningi fyrir Eurovision keppnina en hún mun koma fram á fyrra undankvöldi keppninnar í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld.
Fari hún áfram, sem við vonum svo sannarlega öll, mun hún stíga á stokk að nýju á sjálfu aðalkvöldinu sem fram fer á laugardagskvöld.
Hér að neðan má sjá myndband af Svölu trylla lýðinn í moldóvska gleðskapnum.