Jón Arnór leggur landsliðsskóna á hilluna í Helsinki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 14:15 Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00