Erlent

Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælt var fyrir utan þinghúsið í gær.
Mótmælt var fyrir utan þinghúsið í gær. Vísir/AFP
Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta í neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. Frumvarpið þykir umdeilt og þetta var í annað sinn sem reynt var að koma því í gegnum þingið.

Frumvarpið var samþykkt með 217 atkvæðum gegn 213 og þýðir það að Repúblikanar geta nú sent frumvarpið til meðferðar í öldungadeild þingsins. Enginn Demókrati greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Þá þykir ekki víst að þingmönnum muni takast að koma því í gegnum öldungadeild þingsins, þar sem repúblikanar eru í naumum meirihluta, 52 gegn 48.

Samkvæmt greiningu Washington Post er frumvarpið langt frá því að vera frumvarpið sem Donald Trump lofaði og er ekki í samræmi við þá gagnrýni sem repúblikanar beindu að fyrra frumvarpinu sem kennt er við Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Þá hefur Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun þingsins, ekki farið yfir möguleg áhrif frumvarpsins á Bandaríkin og heilbrigðistryggingar. Stofnunin komst þó að því við könnun á fyrra frumvarpinu að alls myndu 24 milljónir manna vera án trygginga á næsta ári, sem er fjölgun um 14 milljónir.

Frumvarpið var mikið rætt í spjallþáttum gærkvöldsins í Bandaríkjunum, en hægt er að sjá þá umræðu hér að neðan.

Trevor Noah Seth Meyers Stepehen Colbert Jimmy Fallon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×