Um andlega mengun Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér. Þú finnur af honum andremmuna og maginn herpist saman. Skyndilega hallar hann sér fram, þrýstir þér upp að veggnum og kyssir þig beint á munninn. Eftir kossinn, sem þér finnst vara í heila eilífið, sleppir hann þér og gengur í burtu. Hvernig líður þér? Líklega ekki vel. En það merkilegasta er, að ákveðinn hluti fólks finnur sig knúinn til að fara og þvo sér eftir að hafa séð þennan atburð fyrir sér. Hvernig má það vera? Honum líður nefnilega eins og hann sé skítugur eða mengaður þrátt fyrir að vera það í raun ekki. Þetta fyrirbæri nefnist á fræðimáli andleg mengun eða mental contamination á ensku. Algengustu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir þessari tilfinningu er að þvo sér, líkt og þeir sem þjást af þvottaáráttu. Því miður dugir sú lausn skammt þar sem sápa vinnur illa á óefnislegri mengun. Fólk reynir að sjálfsögðu einnig að forðast það sem valdið getur þessari tilfinningu, eftir fremsta megni. Hvað einkennir andlega mengun? Það er eðlilegt að finnast maður skítugur eftir að hafa komist í tæri við hættuleg eða ógeðsleg efni. Það er líka skynsamlegt að forðast snertingu við slíkt. Aðeins ung börn eru óhrædd við að snerta hvað sem er og stinga jafnvel upp í sig. Enda hafa þau takmarkaða þekkingu á smitvöldum. Ákveðinn hluti fólks verður hins vegar ofurupptekinn af hættum á þessu sviði, til dæmis því að komast í tæri við eiturefni, sýkla og jafnvel bera smit í aðra. Vandinn þarf þó ekki að snúast um efnislega mengun. Fólki getur fundist það andlega mengað eftir þá sem komið hafa illa fram eða brotið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Það getur einnig óttast að verða fyrir andlegum áhrifum af öðrum, til dæmis verða verri maður við það að umgangast eða jafnvel líta, glæpamann augum. Þetta hljómar kannski undarlega en í raun blundar þessi tilfinning í okkur öllum, í meiri eða minni mæli. Hvernig þætti þér til dæmis að ganga í fötum af barnaníðingi? Ef þér finnst eitthvað ógeðfellt við það finnurðu líklega fyrir þessari tilfinningu í einhverjum mæli. Tilfinningin um að vera mengaður getur verið mjög sterk og þar af leiðandi ofursannfærandi. Manneskju, sem verður fyrir kynferðisofbeldi, getur fundist hún menguð svo árum og áratugum skiptir þrátt fyrir að útilokað sé að greina megi líkamvessa og aðrar leifar misyndismanns á húð hennar, þar sem húðfrumur endurnýja sig á 4-6 vikna fresti. Kynferðisbrot eru einmitt svo alvarleg af þeim sökum, að þau geta haft svo langvinn áhrif á hvernig fólki líður með sig. Andleg mengun dvínar ekki endilega með tímanum. Dónalegi vinnufélaginn sem unnið var með á menntaskólaárum getur enn verið álitinn mengaður tíu árum síðar. Heilu bæirnir orðið mengaðir í hugum fólks og því liðið eins og á vígvelli, stígi það út fyrir hússins dyr. Þá getur tilfinningin um að vera mengaður magnast upp með hugsunum einum og sér, eins og minningin um löngu liðið framhjáhald maka. Fólki getur einnig fundist það mengað ef það fær ógeðfelldar hugsanir enda gera menn í þessum hópi iðulega miklar kröfur til sín siðferðislega. Hvað er til ráða? Tilfinningin um að vera mengaður er afslaplega óþægileg og skiljanlegt að fólk grípi til sinna ráða. Allt líf fólks getur orðið undirlagt af því að halda tilfinningunni í skefjum og afstýra því að eitthvað slæmt gerist. Því miður duga aðgerðir fólks oft skammt og tilfinningin lætur aftur á sér kræla. Hins vegar er til meðferð þar sem unnið er markvisst að því að laga þessa líðan og nefnist sú meðferð hugræn atferlismeðferð. Fær fólk þar fræðslu um vandann og lærir smátt og smátt að breyta viðbrögðum sem auka vanlíðan og viðhalda þessum vanda. Ég hvet alla, sem glíma við þennan hamlandi vanda að skoða möguleikann á að sækja sér þá meðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér. Þú finnur af honum andremmuna og maginn herpist saman. Skyndilega hallar hann sér fram, þrýstir þér upp að veggnum og kyssir þig beint á munninn. Eftir kossinn, sem þér finnst vara í heila eilífið, sleppir hann þér og gengur í burtu. Hvernig líður þér? Líklega ekki vel. En það merkilegasta er, að ákveðinn hluti fólks finnur sig knúinn til að fara og þvo sér eftir að hafa séð þennan atburð fyrir sér. Hvernig má það vera? Honum líður nefnilega eins og hann sé skítugur eða mengaður þrátt fyrir að vera það í raun ekki. Þetta fyrirbæri nefnist á fræðimáli andleg mengun eða mental contamination á ensku. Algengustu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir þessari tilfinningu er að þvo sér, líkt og þeir sem þjást af þvottaáráttu. Því miður dugir sú lausn skammt þar sem sápa vinnur illa á óefnislegri mengun. Fólk reynir að sjálfsögðu einnig að forðast það sem valdið getur þessari tilfinningu, eftir fremsta megni. Hvað einkennir andlega mengun? Það er eðlilegt að finnast maður skítugur eftir að hafa komist í tæri við hættuleg eða ógeðsleg efni. Það er líka skynsamlegt að forðast snertingu við slíkt. Aðeins ung börn eru óhrædd við að snerta hvað sem er og stinga jafnvel upp í sig. Enda hafa þau takmarkaða þekkingu á smitvöldum. Ákveðinn hluti fólks verður hins vegar ofurupptekinn af hættum á þessu sviði, til dæmis því að komast í tæri við eiturefni, sýkla og jafnvel bera smit í aðra. Vandinn þarf þó ekki að snúast um efnislega mengun. Fólki getur fundist það andlega mengað eftir þá sem komið hafa illa fram eða brotið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Það getur einnig óttast að verða fyrir andlegum áhrifum af öðrum, til dæmis verða verri maður við það að umgangast eða jafnvel líta, glæpamann augum. Þetta hljómar kannski undarlega en í raun blundar þessi tilfinning í okkur öllum, í meiri eða minni mæli. Hvernig þætti þér til dæmis að ganga í fötum af barnaníðingi? Ef þér finnst eitthvað ógeðfellt við það finnurðu líklega fyrir þessari tilfinningu í einhverjum mæli. Tilfinningin um að vera mengaður getur verið mjög sterk og þar af leiðandi ofursannfærandi. Manneskju, sem verður fyrir kynferðisofbeldi, getur fundist hún menguð svo árum og áratugum skiptir þrátt fyrir að útilokað sé að greina megi líkamvessa og aðrar leifar misyndismanns á húð hennar, þar sem húðfrumur endurnýja sig á 4-6 vikna fresti. Kynferðisbrot eru einmitt svo alvarleg af þeim sökum, að þau geta haft svo langvinn áhrif á hvernig fólki líður með sig. Andleg mengun dvínar ekki endilega með tímanum. Dónalegi vinnufélaginn sem unnið var með á menntaskólaárum getur enn verið álitinn mengaður tíu árum síðar. Heilu bæirnir orðið mengaðir í hugum fólks og því liðið eins og á vígvelli, stígi það út fyrir hússins dyr. Þá getur tilfinningin um að vera mengaður magnast upp með hugsunum einum og sér, eins og minningin um löngu liðið framhjáhald maka. Fólki getur einnig fundist það mengað ef það fær ógeðfelldar hugsanir enda gera menn í þessum hópi iðulega miklar kröfur til sín siðferðislega. Hvað er til ráða? Tilfinningin um að vera mengaður er afslaplega óþægileg og skiljanlegt að fólk grípi til sinna ráða. Allt líf fólks getur orðið undirlagt af því að halda tilfinningunni í skefjum og afstýra því að eitthvað slæmt gerist. Því miður duga aðgerðir fólks oft skammt og tilfinningin lætur aftur á sér kræla. Hins vegar er til meðferð þar sem unnið er markvisst að því að laga þessa líðan og nefnist sú meðferð hugræn atferlismeðferð. Fær fólk þar fræðslu um vandann og lærir smátt og smátt að breyta viðbrögðum sem auka vanlíðan og viðhalda þessum vanda. Ég hvet alla, sem glíma við þennan hamlandi vanda að skoða möguleikann á að sækja sér þá meðferð.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar