Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 21-31 | Valsmenn komnir í úrslit eftir öruggan sigur Kristinn Páll Teitsson í Framhúsinu skrifar 4. maí 2017 22:45 Orri var að vanda öflugur á línunni í kvöld. Vísir/anton Valsmenn unnu sannfærandi tíu marka sigur á Fram 31-21 í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld en Valsmenn unnu alla þrjá leiki einvígisins og eru því komnir í úrslitaeinvígið þar sem bikarmeistararnir mæta deildarmeisturum FH. Líkt og í fyrri leikjum einvígisins var það varnarleikurinn hjá Val sem innsiglaði sigurinn í kvöld en Valsarar kafsigldu Framara í seinni hálfleik og breyttu stöðunni úr jöfnum leik í tíu marka forskot um tíma. Framarar voru komnir með bakið upp við vegg eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum nokkuð sannfærandi í einvíginu en Framarar höfðu engin svör átt við öflugum varnarleik Vals til þessa. Það virtist ætla að halda áfram á fyrstu mínútum leiksins þar sem Valsmenn lokuðu fyrir markið en voru á sama tíma að finna leiðir í gegnum vörn Fram hinumegin. Komust Valsmenn í 4-1 eftir átta mínútur þrátt fyrir að hinn ungi Viktor Gísli Hallgrímsson hafi átt fínasta leik í markinu en hann átti þó í smá vandræðum með tapaða bolta við að reyna að finna liðsfélagana í hraðaupphlaupum. Það voru hraðaupphlaupin sem komu Fram inn í leikinn aftur eftir að hafa verið kaffærðir af sama bragði í fyrri leikjunum en Fram náði að komast yfir undir lok fyrri háfleiks. Fór svo að liðin voru jöfn í hálfleik, 11-11 og allt í járnum. Liðin héldu uppteknum hætti á upphafsmínútum seinni hálfleiks og á forskotinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks en á fimmtu mínútu seinni hálfleiks skelltu Valsmenn í lás. Tók við ellefu mínútna kafli þar sem vörnin setti í lás og Valsmenn náðu góðu forskoti sem dugði þeim til sigurs með 14-4 kafla. Fóru hraðaupphlaupin af stað og þurfti Hlynur Morthens í marki Vals ekki að taka það marga bolta, sóknarleikur Fram var bitlaus og gengu Valsmenn við það á lagið. Náðu Valsmenn sex marka forskoti tíu mínútum fyrir lok leiksins og kom ekki að sök að Valsmenn hafi leikið tveimur mönnum færri í tæplega mínútu, forskotið var aldrei í hættu. Á endanum var gæðamunurinn á liðinu bara einfaldlega of mikill, sérstaklega þegar kemur að varnarleiknum og verða það Valsmenn sem mæta FH í úrslitum Íslandsmótsins en fyrsti leikur einvígsins er á föstudaginn kemur. Þrátt fyrir að hafa verið sópað í sumarfrí í kvöld geta Framarar verið stoltir af tímabilinu sem leið en fæstir gáfu þeim möguleika á að bjarga sæti sínu í deild þeirra bestu. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, á hrós skilið en hann stýrði liðinu framhjá ríkjandi Íslandsmeisturunum í átta-liða úrslitum áður en liði mætti ofjarli sínum gegn Val. Anton: Gott að fá leik strax til að taka einbeitinguna af Rúmeníu-málinuAnton stöðvar sókn Fram í kvöld.Vísir/Anton„Ég er mjög stoltur af liðinu, Fram er með hörku lið sem gefst aldrei upp og við þurftum að mæta klárir í leikinn. Þegar vörnin hrökk í gang og hraðaupphlaupin komu náðum við loksins að keyra yfir þá,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, í skýjunum eftir leikinn í kvöld. Anton sagði leikmennina hafa tekið meðvitaða ákvörðun að vera ekki að velta leiknum í Rúmeníu fyrir sér í undirbúningnum. „Við töluðum um að þetta væri búið mál fyrir okkur að það væru aðrir sem myndu vinna í þessu fyrir okkur. Við áttum gríðarlega erfiðan leik framundan og svöruðum þessu vel í dag þótt að við höfum verið lengi af stað,“ sagði Anton og bætti við: „Ég held að það hafi bara verið gott fyrir okkur að fá leik strax þremur dögum seinna, við gátum fært einbeitinguna á þennan leik og mæta strax í annan leik. Þetta hefur verið svona allt tímabilið hjá okkur og það hefur hentað okkur vel. Allt sem hefur gengið á hjá okkur hefur styrkt okkur og við erum vonandi að toppa á hárréttum tíma.“ Framundan er átta daga frí áður en úrslitaeinvígið hefst. „Ég veit eiginlega ekki hvað maður á að gera með alla þessa frídaga,“ sagði Anton léttur og hélt áfram: „Þetta er mjög ólíkt okkar tímabili að fá átta daga en við hvílumst aðeins núna og mætum svo á fullum krafti inn í úrslitaeinvígið.“ Anton á von á spennandi einvígi gegn FH. „Ég get ekki beðið, það vilja allir leika í úrslitum og bæði lið eru verðskuldað komin í úrslit. Leikir þessarra liða hafa verið mjög spennandi og ég á von á fimm leikja einvígi. Ég hvet fólk til að mæta, það á aðeins eftir að bætast í stuðningsmannalið Valsmanna sem hefur verið frábært og við finnum virkilega fyrir þeim inn á vellinum.“ Guðmundur Helgi: Valsmenn of stór biti fyrir okkurGuðmundur gefur skipanir til sinna manna í kvöld.Vísir/Anton„Það er auðvitað smá spennufall, þetta er búið að vera frábært tímabil hjá félaginu og drengirnir hafa staðið sig eins og hetjur en þetta einvígi reyndist aðeins of stór biti fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, aðspurður hvernig tilfinningin væri að tímabilinu loknu. „Þetta fer í reynslubankann hjá okkur og við tökum þetta inn í næsta ár og næstu árin. Við höldum áfram að safna í þennan banka áður en það kemur eitthvað loksins út úr honum.“ Guðmundur hrósaði Valsmönnum að leikslokum. „Ég vill bara óska Valsmönnum til hamingju með bæði þetta og Evrópuævintýrið, þeir eru að toppa á hárréttum tíma. Þeir eru með svaðalega vörn, frábæra tvo markmenn og það verður æðislegt að sjá úrslitaeinvígið gegn FH. Ég segi það hiklaust að Valsmenn séu með bestu vörn landsins,“ sagði Guðmundur og hélt áfram: „Þessi ferðalög og allir þessir leikir hjálpuðu Valsmönnum að slípa saman hópinn, þessi hópur þrífst á því að spila svona mikið og það þjappaði þeim vel saman. Þeir voru alveg frábærir í dag.“ Var hann ánægður með spilamennskuna framan af. „Við spilum vel og okkar leik í fjörutíu mínútur en svo kemur smá hikst á okkur og þeir setja fimm mörk á okkur. Þetta var full langur kafli sem við vorum slakir en við sýndum í 40. mínútur að við getum þetta alveg.“ Eftir allt sem gekk á hjá Fram síðasta sumar þegar leikmenn og þjálfarar yfirgáfu félagið og eftir að hafa horft upp á spár þar sem liðinu var spáð falli var Guðmundur bara nokkuð sáttur að tímabilinu loknu. „Þetta var frábært tímabil fyrir mig og ég læri af þessu, ég fékk góða hjálp frá mönnum sem ég hafði áður hjálpað. Þetta fer í minn reynslubanka og ég get vonandi nýtt mér þetta fyrir næsta tímabil þegar ég fæ fullt undirbúningstímabil sem ég fékk ekki síðast,“ sagði Guðmundur sem sagði að það yrði ekki sama dramatík í Safamýrinni í sumar. „Það verður ekkert í líkindum við það,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Vignir: Erfið fæðing en náum að klára þettaÚr leiknum í kvöld.Vísir/Anton„Tilfinningin er auðvitað mjög góð, markmiðið var að klára þetta í kvöld þótt að þetta hafi verið hrikalega erfið fæðing,“ sagði Vignir Stefánsson, hornamaður Valsmanna, að leikslokum en Vignir fór á kostum í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Við vorum hægir í gang og eins og oft áður er þetta jafnt og spennandi í fyrri hálfleik en við slípuðum okkur til í hálfleik. Við vorum kannski ennþá að sleikja sárin frá því í Rúmeníu í fyrri hálfleik.“ Vignir sagði að það hafi verið sérstakt að vera í sárum eftir tapið í Rúmeníu en að undirbúa sig fyrir leik kvöldsins á sama tíma. „Það var erfitt að forðast umfjöllunina enda mikið fjallað um þetta en starfsfólk félagsins dróg athyglina frá þessu yfir á leikinn, það var jákvætt fyrir okkur leikmennina. Það verður að hrósa þeim fyrir þeirra þátt í þessu.“ Líkt og í fyrri leikjum liðanna var það varnarleikur Valsmanna sem gerði út um leikinn. „Það er varnarleikurinn sem lendir þessu og hann er samspil margra þátta. Þetta smellur þegar þetta smellur og við erum orðnir ýmsu vanir og þekkjum vel hvorn annan eftir alla túrana til Austur-Evrópu.“21-31 (Leik lokið): Gríðarlega sannfærandi hjá Valsmönnum sem spiluðu gríðarlega agaðan varnarleik í seinni hálfleik og skóp það sigurinn.18-28 (57. mínúta): Valsmenn eru farnir að syngja sigursöngva á stuðningsmannapöllunum en leikmennirnir virðast ekki ætla að slaka á klónni.18-26 (55. mínúta): Guðmundur Helgi tekur aftur leikhlé, vill eflaust að menn gefist ekki upp og fari út í sumarið með hausinn upp. Þetta er komið hjá Valsmönnum en spurningin er hversu stór munurinn verður.18-24 (53. mínúta): Virkilega ódýrar tvær mínútur á Ólaf Ægi sem trúir þessu ekki. Föst sending Þorsteins Gauta fer í fótinn á Ólafi sem virtist ekki vera að horfa á boltann. Valsmenn tveimur mönnum færri næstu 40. sekúndurnar.18-24 (52. mínúta): Josip Juric að vakna. Tvær sóknir í röð fer hann upp við punktalínuna og lætur vaða, óverjadni fyrir Viktor.16-22 (50. mínúta): Boltinn fer af stönginni, í lærið á Viktori og inn eftir að tvær mínútur voru dæmdar á Arnar. Valsmenn finna blóðbragð.16-20 (48. mínútur): Tvær mínútur á Orra og Framarar minnka muninn. Tekst þeim að gera þetta að leik á ný?15-20 (47. mínúta): Loksins nær Fram að komast framhjá þessari ógnarsterku vörn en Valsarar svara með stæl. Ólafur með konfektsendingu inn á Orra á línunni.14-19 (45. mínúta): Rúmlega tíu mínútur án marks hjá Fram, nú síðast tók Hlynur vítaskot. Loksins tekur Guðmundur Helgi leikhlé.14-18 (43. mínúta): Ólafur Ægir fyrstur til að stökkva á eigin frákast og klárar framhjá Viktori. Ekkert leikhlésspjald sjáanlegt hjá Guðmundi Helga en hann er þungt hugsi á bekknum.14-17 (42. mínúta): Manni færri stela Valsmenn boltanum og keyra upp hraðaupphlaup með Vigni fremstan í flokki. Framarar þurfa að vakna til lífsins því þetta lítur ansi kunnuglega út. 14-16 (41. mínúta): Valsmenn nýta liðsmuninn vel og fá hraðaupphlaupsmark í autt netið stuttu eftir að hafa opnað vel fyrir Svein í horninu.14-14 (38. mínúta): Sending inn á línuna þar sem Valdimar er frekastur og rífur boltann til sín til að ná skotinu. Það fer beint í lúðurinn á Hlyni sem liggur aðeins eftir en er fljótur af stað á ný.14-14 (35. mínúta): Hlynur tekur bolta og Valsmenn halda í sókn á nýjan leik. Framarar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn nægilega vel.13-12 (34. mínúta): Víti og tvær dæmdar á Orra, fékk gult í sókninni á undan fyrir greinilegt peysutog og fer nú í skammarkrókinn fyrir sama brot.12-12 (33. mínúta): Fram kemst yfir með hraðaupphlaupi en Vignir svarar í sömu mynt fyrir Valsmenn. Einn stuðningsmaður Vals kominn úr að ofan, fulla ferð.11-11 (31. mínúta): Þá er komið að því. Er þetta seinasti hálfleikur Framara á þessu tímabili eða ná þeir að knýja fram leik fjögur í Valsheimilinu á laugardaginn.11-11 (Hálfleikur): Valsmenn ná að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og er staðan því jöfn í hálfleik. Heiðar Þór nær að koma boltanum í netið og kallar eftir flautumarki en hálfleikurinn var búinn þegar hann lét vaða.11-10 (28. mínúta): Þú verð hann ekki þarna! Arnar Birkir fær pláss við punktalínuna og lætur vaða með neglu upp í samskeytin. Framarar með frumkvæðið þessa stundina.9-9 (26. mínúta): Ými vísað af velli með tvær mínútur fyrir brot á Sigurði Erni í hraðaupphlaupi og hann reynir að róa liðsfélagana niður er hann labbar af velli sem eru heldur ósáttari með dóminn.9-8 (24. mínúta): Tveir tapaðir boltar hjá Valsmönnum í röð og Framarar refsa með tveimur hraðaupphlaupum. Guðlaugur, annar þjálfari Vals, hefur verið með leikhlésspjaldið í höndinni í nokkrar mínútur og hefur nú fengið nóg.7-8 (23. mínúta): Heppnin með Valsmönnum. Missa boltann úr höndum sér en Anton kemst í hann sekúndubroti áður undan leikmanni Fram og kemur Valsmönnum aftur yfir úr þröngu færi.6-7 (21. mínúta): Viktor ætlar ekkert í sumarfrí í kvöld. Tekur skot frá punktalínunni og er fljótur að fara út og mæta Vigni og loka á hann úr horninu eftir að hafa hirt frákastið.6-6 (18. mínúta): Ólafur Ægir fær tvær mínútur fyrir klárt peysutog og Framarar gera vel með því að slíta í sundur vörn Valsmanna og fær Elías nægt pláss til að fara inn að markinu.5-6 (15. mínúta): Arnar Birkir fær skot beint í gagnaugað og liggur eftir ásamt Alexanderi sem virðist meiðast í skotinu en dómaraparið leyfir Fram að klára hraðaupphlaup og minnka muninn á nýjan leik.4-6 (14. mínúta): Vignir kemur inn úr horninu og skrúfar boltann undir Viktor.3-4 (12. mínúta): Stolinn bolti hjá Þorgeiri Bjarka og þeir ná að minnka þetta niður í eitt mark með fínu hraðaupphlaupi.1-4 (9. mínúta): Að sama skapi gengur ekkert hinumegin hjá Fram. Aðeins eitt mark eftir rúmlega átta mínútur og þeir eiga miklu erfiðara með að koma sér í opin og góð færi. 1-3 (5. mínúta): Viktor Gísli búinn að taka nokkra bolta hérna í upphafi leiksins en Valsmenn eru að finna glufur á varnarleiknum. Viktor þó búinn að henda boltanum tvisvar frá sér.0-2 (2. mínúta): Framarar byrja þetta illa og eru strax lentir undir. Sóknarleikurinn gengur hægt og Valsmenn keyra í bakið.0-0 (1. mínúta): Framarar halda í sókn og þessi leikur er hafinn. Verður það Valshöllin eða verður það b5 sem Framarar eyða næstkomandi laugardagskvöldi? Við finnum það út á næstu klukkutímum.Fyrir leik: FH-ingar eru eflaust með fætur upp í loft að fylgjast með þessum leik en FH-ingar eru komnir í úrslitin og mæta sigurvegara þessa einvígis. Spurningin er hvort þeir vilji sjá Valsmenn vinna í kvöld til að hefja úrslitaeinvígið eða fá lengri hvíld.Fyrir leik: Undirritaður sá fyrsta leik einvígisins hér í Safamýrinni og það virðist allur vindur vera farinn úr stuðningsmönnum Fram. Hér var þétt setið löngu fyrir fyrsta leik en það er fámennt í bláu stúkunni korteri fyrir leik. Fínasti fjöldi Valsmegin í stúkunni. Fyrir leik: Þá verður fróðlegt að sjá hvernig Valsmenn mæta til leiks eftir að hafa verið bókstaflega dæmdir úr leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu um helgina. Valsmenn töpuðu með níu mörkum í Rúmeníu og töpuðu einvíginu á einu marki en HSÍ og Valsmenn hafa sameiginlega sent kvörtun til EHF vegna málsins. Sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals, að þjálfari rúmneska liðsins hafi greint frá mútugreiðslum til dómaranna í Facebook-pistli þar sem hann sagði þetta sýna ógeðslega hlið íþróttarinnar. Fyrir leik: Í síðasta leik liðanna voru Valsmenn síðan með nokkurskonar sýningu á varnarleik er liðið vann tólf marka sigur í Valshöllinni 27-15. Framarar hafa átt í bölvuðu basli með varnarleik Vals það sem af lifir úrslitakeppninnar en það er spurning hvort þeir hafi fundið lausnir á þessari rúmu viku sem er liðin frá síðasta leik. Fyrir leik: Fram sló nokkuð óvænt út Hauka í átta liða úrslitum eftir vítakeppni á Ásvöllum en Framarar hafa engin svör átt í einvíginu gegn Valsmönnum. Síðast þegar þessi lið mættust hér í Safamýrinni náðu Valsmenn góðu forskoti í upphafi hálfleikanna og unnu að lokum átta marka sigur. Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina lýsingu frá leik Fram og Vals í undanúrslitum Olís-deildar karla frá Safamýrinni. Allt annað en sigur þýðir sumarfrí fyrir heimamenn sem verða einfaldlega að gera betur hér í dag. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Valsmenn unnu sannfærandi tíu marka sigur á Fram 31-21 í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld en Valsmenn unnu alla þrjá leiki einvígisins og eru því komnir í úrslitaeinvígið þar sem bikarmeistararnir mæta deildarmeisturum FH. Líkt og í fyrri leikjum einvígisins var það varnarleikurinn hjá Val sem innsiglaði sigurinn í kvöld en Valsarar kafsigldu Framara í seinni hálfleik og breyttu stöðunni úr jöfnum leik í tíu marka forskot um tíma. Framarar voru komnir með bakið upp við vegg eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum nokkuð sannfærandi í einvíginu en Framarar höfðu engin svör átt við öflugum varnarleik Vals til þessa. Það virtist ætla að halda áfram á fyrstu mínútum leiksins þar sem Valsmenn lokuðu fyrir markið en voru á sama tíma að finna leiðir í gegnum vörn Fram hinumegin. Komust Valsmenn í 4-1 eftir átta mínútur þrátt fyrir að hinn ungi Viktor Gísli Hallgrímsson hafi átt fínasta leik í markinu en hann átti þó í smá vandræðum með tapaða bolta við að reyna að finna liðsfélagana í hraðaupphlaupum. Það voru hraðaupphlaupin sem komu Fram inn í leikinn aftur eftir að hafa verið kaffærðir af sama bragði í fyrri leikjunum en Fram náði að komast yfir undir lok fyrri háfleiks. Fór svo að liðin voru jöfn í hálfleik, 11-11 og allt í járnum. Liðin héldu uppteknum hætti á upphafsmínútum seinni hálfleiks og á forskotinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks en á fimmtu mínútu seinni hálfleiks skelltu Valsmenn í lás. Tók við ellefu mínútna kafli þar sem vörnin setti í lás og Valsmenn náðu góðu forskoti sem dugði þeim til sigurs með 14-4 kafla. Fóru hraðaupphlaupin af stað og þurfti Hlynur Morthens í marki Vals ekki að taka það marga bolta, sóknarleikur Fram var bitlaus og gengu Valsmenn við það á lagið. Náðu Valsmenn sex marka forskoti tíu mínútum fyrir lok leiksins og kom ekki að sök að Valsmenn hafi leikið tveimur mönnum færri í tæplega mínútu, forskotið var aldrei í hættu. Á endanum var gæðamunurinn á liðinu bara einfaldlega of mikill, sérstaklega þegar kemur að varnarleiknum og verða það Valsmenn sem mæta FH í úrslitum Íslandsmótsins en fyrsti leikur einvígsins er á föstudaginn kemur. Þrátt fyrir að hafa verið sópað í sumarfrí í kvöld geta Framarar verið stoltir af tímabilinu sem leið en fæstir gáfu þeim möguleika á að bjarga sæti sínu í deild þeirra bestu. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, á hrós skilið en hann stýrði liðinu framhjá ríkjandi Íslandsmeisturunum í átta-liða úrslitum áður en liði mætti ofjarli sínum gegn Val. Anton: Gott að fá leik strax til að taka einbeitinguna af Rúmeníu-málinuAnton stöðvar sókn Fram í kvöld.Vísir/Anton„Ég er mjög stoltur af liðinu, Fram er með hörku lið sem gefst aldrei upp og við þurftum að mæta klárir í leikinn. Þegar vörnin hrökk í gang og hraðaupphlaupin komu náðum við loksins að keyra yfir þá,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, í skýjunum eftir leikinn í kvöld. Anton sagði leikmennina hafa tekið meðvitaða ákvörðun að vera ekki að velta leiknum í Rúmeníu fyrir sér í undirbúningnum. „Við töluðum um að þetta væri búið mál fyrir okkur að það væru aðrir sem myndu vinna í þessu fyrir okkur. Við áttum gríðarlega erfiðan leik framundan og svöruðum þessu vel í dag þótt að við höfum verið lengi af stað,“ sagði Anton og bætti við: „Ég held að það hafi bara verið gott fyrir okkur að fá leik strax þremur dögum seinna, við gátum fært einbeitinguna á þennan leik og mæta strax í annan leik. Þetta hefur verið svona allt tímabilið hjá okkur og það hefur hentað okkur vel. Allt sem hefur gengið á hjá okkur hefur styrkt okkur og við erum vonandi að toppa á hárréttum tíma.“ Framundan er átta daga frí áður en úrslitaeinvígið hefst. „Ég veit eiginlega ekki hvað maður á að gera með alla þessa frídaga,“ sagði Anton léttur og hélt áfram: „Þetta er mjög ólíkt okkar tímabili að fá átta daga en við hvílumst aðeins núna og mætum svo á fullum krafti inn í úrslitaeinvígið.“ Anton á von á spennandi einvígi gegn FH. „Ég get ekki beðið, það vilja allir leika í úrslitum og bæði lið eru verðskuldað komin í úrslit. Leikir þessarra liða hafa verið mjög spennandi og ég á von á fimm leikja einvígi. Ég hvet fólk til að mæta, það á aðeins eftir að bætast í stuðningsmannalið Valsmanna sem hefur verið frábært og við finnum virkilega fyrir þeim inn á vellinum.“ Guðmundur Helgi: Valsmenn of stór biti fyrir okkurGuðmundur gefur skipanir til sinna manna í kvöld.Vísir/Anton„Það er auðvitað smá spennufall, þetta er búið að vera frábært tímabil hjá félaginu og drengirnir hafa staðið sig eins og hetjur en þetta einvígi reyndist aðeins of stór biti fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, aðspurður hvernig tilfinningin væri að tímabilinu loknu. „Þetta fer í reynslubankann hjá okkur og við tökum þetta inn í næsta ár og næstu árin. Við höldum áfram að safna í þennan banka áður en það kemur eitthvað loksins út úr honum.“ Guðmundur hrósaði Valsmönnum að leikslokum. „Ég vill bara óska Valsmönnum til hamingju með bæði þetta og Evrópuævintýrið, þeir eru að toppa á hárréttum tíma. Þeir eru með svaðalega vörn, frábæra tvo markmenn og það verður æðislegt að sjá úrslitaeinvígið gegn FH. Ég segi það hiklaust að Valsmenn séu með bestu vörn landsins,“ sagði Guðmundur og hélt áfram: „Þessi ferðalög og allir þessir leikir hjálpuðu Valsmönnum að slípa saman hópinn, þessi hópur þrífst á því að spila svona mikið og það þjappaði þeim vel saman. Þeir voru alveg frábærir í dag.“ Var hann ánægður með spilamennskuna framan af. „Við spilum vel og okkar leik í fjörutíu mínútur en svo kemur smá hikst á okkur og þeir setja fimm mörk á okkur. Þetta var full langur kafli sem við vorum slakir en við sýndum í 40. mínútur að við getum þetta alveg.“ Eftir allt sem gekk á hjá Fram síðasta sumar þegar leikmenn og þjálfarar yfirgáfu félagið og eftir að hafa horft upp á spár þar sem liðinu var spáð falli var Guðmundur bara nokkuð sáttur að tímabilinu loknu. „Þetta var frábært tímabil fyrir mig og ég læri af þessu, ég fékk góða hjálp frá mönnum sem ég hafði áður hjálpað. Þetta fer í minn reynslubanka og ég get vonandi nýtt mér þetta fyrir næsta tímabil þegar ég fæ fullt undirbúningstímabil sem ég fékk ekki síðast,“ sagði Guðmundur sem sagði að það yrði ekki sama dramatík í Safamýrinni í sumar. „Það verður ekkert í líkindum við það,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Vignir: Erfið fæðing en náum að klára þettaÚr leiknum í kvöld.Vísir/Anton„Tilfinningin er auðvitað mjög góð, markmiðið var að klára þetta í kvöld þótt að þetta hafi verið hrikalega erfið fæðing,“ sagði Vignir Stefánsson, hornamaður Valsmanna, að leikslokum en Vignir fór á kostum í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Við vorum hægir í gang og eins og oft áður er þetta jafnt og spennandi í fyrri hálfleik en við slípuðum okkur til í hálfleik. Við vorum kannski ennþá að sleikja sárin frá því í Rúmeníu í fyrri hálfleik.“ Vignir sagði að það hafi verið sérstakt að vera í sárum eftir tapið í Rúmeníu en að undirbúa sig fyrir leik kvöldsins á sama tíma. „Það var erfitt að forðast umfjöllunina enda mikið fjallað um þetta en starfsfólk félagsins dróg athyglina frá þessu yfir á leikinn, það var jákvætt fyrir okkur leikmennina. Það verður að hrósa þeim fyrir þeirra þátt í þessu.“ Líkt og í fyrri leikjum liðanna var það varnarleikur Valsmanna sem gerði út um leikinn. „Það er varnarleikurinn sem lendir þessu og hann er samspil margra þátta. Þetta smellur þegar þetta smellur og við erum orðnir ýmsu vanir og þekkjum vel hvorn annan eftir alla túrana til Austur-Evrópu.“21-31 (Leik lokið): Gríðarlega sannfærandi hjá Valsmönnum sem spiluðu gríðarlega agaðan varnarleik í seinni hálfleik og skóp það sigurinn.18-28 (57. mínúta): Valsmenn eru farnir að syngja sigursöngva á stuðningsmannapöllunum en leikmennirnir virðast ekki ætla að slaka á klónni.18-26 (55. mínúta): Guðmundur Helgi tekur aftur leikhlé, vill eflaust að menn gefist ekki upp og fari út í sumarið með hausinn upp. Þetta er komið hjá Valsmönnum en spurningin er hversu stór munurinn verður.18-24 (53. mínúta): Virkilega ódýrar tvær mínútur á Ólaf Ægi sem trúir þessu ekki. Föst sending Þorsteins Gauta fer í fótinn á Ólafi sem virtist ekki vera að horfa á boltann. Valsmenn tveimur mönnum færri næstu 40. sekúndurnar.18-24 (52. mínúta): Josip Juric að vakna. Tvær sóknir í röð fer hann upp við punktalínuna og lætur vaða, óverjadni fyrir Viktor.16-22 (50. mínúta): Boltinn fer af stönginni, í lærið á Viktori og inn eftir að tvær mínútur voru dæmdar á Arnar. Valsmenn finna blóðbragð.16-20 (48. mínútur): Tvær mínútur á Orra og Framarar minnka muninn. Tekst þeim að gera þetta að leik á ný?15-20 (47. mínúta): Loksins nær Fram að komast framhjá þessari ógnarsterku vörn en Valsarar svara með stæl. Ólafur með konfektsendingu inn á Orra á línunni.14-19 (45. mínúta): Rúmlega tíu mínútur án marks hjá Fram, nú síðast tók Hlynur vítaskot. Loksins tekur Guðmundur Helgi leikhlé.14-18 (43. mínúta): Ólafur Ægir fyrstur til að stökkva á eigin frákast og klárar framhjá Viktori. Ekkert leikhlésspjald sjáanlegt hjá Guðmundi Helga en hann er þungt hugsi á bekknum.14-17 (42. mínúta): Manni færri stela Valsmenn boltanum og keyra upp hraðaupphlaup með Vigni fremstan í flokki. Framarar þurfa að vakna til lífsins því þetta lítur ansi kunnuglega út. 14-16 (41. mínúta): Valsmenn nýta liðsmuninn vel og fá hraðaupphlaupsmark í autt netið stuttu eftir að hafa opnað vel fyrir Svein í horninu.14-14 (38. mínúta): Sending inn á línuna þar sem Valdimar er frekastur og rífur boltann til sín til að ná skotinu. Það fer beint í lúðurinn á Hlyni sem liggur aðeins eftir en er fljótur af stað á ný.14-14 (35. mínúta): Hlynur tekur bolta og Valsmenn halda í sókn á nýjan leik. Framarar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn nægilega vel.13-12 (34. mínúta): Víti og tvær dæmdar á Orra, fékk gult í sókninni á undan fyrir greinilegt peysutog og fer nú í skammarkrókinn fyrir sama brot.12-12 (33. mínúta): Fram kemst yfir með hraðaupphlaupi en Vignir svarar í sömu mynt fyrir Valsmenn. Einn stuðningsmaður Vals kominn úr að ofan, fulla ferð.11-11 (31. mínúta): Þá er komið að því. Er þetta seinasti hálfleikur Framara á þessu tímabili eða ná þeir að knýja fram leik fjögur í Valsheimilinu á laugardaginn.11-11 (Hálfleikur): Valsmenn ná að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og er staðan því jöfn í hálfleik. Heiðar Þór nær að koma boltanum í netið og kallar eftir flautumarki en hálfleikurinn var búinn þegar hann lét vaða.11-10 (28. mínúta): Þú verð hann ekki þarna! Arnar Birkir fær pláss við punktalínuna og lætur vaða með neglu upp í samskeytin. Framarar með frumkvæðið þessa stundina.9-9 (26. mínúta): Ými vísað af velli með tvær mínútur fyrir brot á Sigurði Erni í hraðaupphlaupi og hann reynir að róa liðsfélagana niður er hann labbar af velli sem eru heldur ósáttari með dóminn.9-8 (24. mínúta): Tveir tapaðir boltar hjá Valsmönnum í röð og Framarar refsa með tveimur hraðaupphlaupum. Guðlaugur, annar þjálfari Vals, hefur verið með leikhlésspjaldið í höndinni í nokkrar mínútur og hefur nú fengið nóg.7-8 (23. mínúta): Heppnin með Valsmönnum. Missa boltann úr höndum sér en Anton kemst í hann sekúndubroti áður undan leikmanni Fram og kemur Valsmönnum aftur yfir úr þröngu færi.6-7 (21. mínúta): Viktor ætlar ekkert í sumarfrí í kvöld. Tekur skot frá punktalínunni og er fljótur að fara út og mæta Vigni og loka á hann úr horninu eftir að hafa hirt frákastið.6-6 (18. mínúta): Ólafur Ægir fær tvær mínútur fyrir klárt peysutog og Framarar gera vel með því að slíta í sundur vörn Valsmanna og fær Elías nægt pláss til að fara inn að markinu.5-6 (15. mínúta): Arnar Birkir fær skot beint í gagnaugað og liggur eftir ásamt Alexanderi sem virðist meiðast í skotinu en dómaraparið leyfir Fram að klára hraðaupphlaup og minnka muninn á nýjan leik.4-6 (14. mínúta): Vignir kemur inn úr horninu og skrúfar boltann undir Viktor.3-4 (12. mínúta): Stolinn bolti hjá Þorgeiri Bjarka og þeir ná að minnka þetta niður í eitt mark með fínu hraðaupphlaupi.1-4 (9. mínúta): Að sama skapi gengur ekkert hinumegin hjá Fram. Aðeins eitt mark eftir rúmlega átta mínútur og þeir eiga miklu erfiðara með að koma sér í opin og góð færi. 1-3 (5. mínúta): Viktor Gísli búinn að taka nokkra bolta hérna í upphafi leiksins en Valsmenn eru að finna glufur á varnarleiknum. Viktor þó búinn að henda boltanum tvisvar frá sér.0-2 (2. mínúta): Framarar byrja þetta illa og eru strax lentir undir. Sóknarleikurinn gengur hægt og Valsmenn keyra í bakið.0-0 (1. mínúta): Framarar halda í sókn og þessi leikur er hafinn. Verður það Valshöllin eða verður það b5 sem Framarar eyða næstkomandi laugardagskvöldi? Við finnum það út á næstu klukkutímum.Fyrir leik: FH-ingar eru eflaust með fætur upp í loft að fylgjast með þessum leik en FH-ingar eru komnir í úrslitin og mæta sigurvegara þessa einvígis. Spurningin er hvort þeir vilji sjá Valsmenn vinna í kvöld til að hefja úrslitaeinvígið eða fá lengri hvíld.Fyrir leik: Undirritaður sá fyrsta leik einvígisins hér í Safamýrinni og það virðist allur vindur vera farinn úr stuðningsmönnum Fram. Hér var þétt setið löngu fyrir fyrsta leik en það er fámennt í bláu stúkunni korteri fyrir leik. Fínasti fjöldi Valsmegin í stúkunni. Fyrir leik: Þá verður fróðlegt að sjá hvernig Valsmenn mæta til leiks eftir að hafa verið bókstaflega dæmdir úr leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu um helgina. Valsmenn töpuðu með níu mörkum í Rúmeníu og töpuðu einvíginu á einu marki en HSÍ og Valsmenn hafa sameiginlega sent kvörtun til EHF vegna málsins. Sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals, að þjálfari rúmneska liðsins hafi greint frá mútugreiðslum til dómaranna í Facebook-pistli þar sem hann sagði þetta sýna ógeðslega hlið íþróttarinnar. Fyrir leik: Í síðasta leik liðanna voru Valsmenn síðan með nokkurskonar sýningu á varnarleik er liðið vann tólf marka sigur í Valshöllinni 27-15. Framarar hafa átt í bölvuðu basli með varnarleik Vals það sem af lifir úrslitakeppninnar en það er spurning hvort þeir hafi fundið lausnir á þessari rúmu viku sem er liðin frá síðasta leik. Fyrir leik: Fram sló nokkuð óvænt út Hauka í átta liða úrslitum eftir vítakeppni á Ásvöllum en Framarar hafa engin svör átt í einvíginu gegn Valsmönnum. Síðast þegar þessi lið mættust hér í Safamýrinni náðu Valsmenn góðu forskoti í upphafi hálfleikanna og unnu að lokum átta marka sigur. Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina lýsingu frá leik Fram og Vals í undanúrslitum Olís-deildar karla frá Safamýrinni. Allt annað en sigur þýðir sumarfrí fyrir heimamenn sem verða einfaldlega að gera betur hér í dag.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira