Erlent

Melania Trump like-aði tíst um ömurlegt hjónaband hennar

Samúel Karl Ólason skrifar
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna.
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Persónulegur Twitterreikningur Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, var í dag notaður til að líka við tíst sem fjallaði um að samband hennar og Donald Trump væri ömurlegt. Melania hefur ekki notast við reikningin frá kjördegi og hefur þess í stað notast við opinberan Twitterreikning forsetafrúarinnar.

Tístið sem hún líkaði við má sjá hér að neðan.

„Svo virðist sem að eini veggurinn sem Donald Trump hefur byggt sé á milli hans og Melania.“ (Lauslega þýtt)

Í fyrstu taldi höfundur tístsins að líklegast hefði þetta ekki verið raunverulegur Twitterreikningur Melaniu sem hefði líkað við tístið, en svo er ekki. Þetta er reikningur hennar, sem hún hefur þó ekki notað um langt skeið.

Í tístinu sem hún líkaði við, var opinber reikningur forsetafrúarinnar „taggaður“, en ekki gamli reikningurinn hennar sem notaður var til að líka við tístið.

Miðað við það sem þeir sem fylgdust með tístinu segja, þá var like-ið svokallaða inni í um 45 mínútur áður en það var fjarlægt.

Samkvæmt frétt BBC er ekki vitað hvort að um mistök hafi verið að ræða. Mögulega hafi hún orðið fórnarlamb tölvuárásar, eða jafnvel hafi þetta verið byrjendamistök. Fjölmargir netverjar hafa þó gripið like-ið á lofti til sönnunar þess að Melania hati Donald Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×