Forsætisráðherra: Eitthvað að ef verið væri að greiða stórkostlegar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2017 15:29 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu arðgreiðslur í heilbrigðiskerfinu á Alþingi í dag. Vísir/Samsett mynd Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í orð hans í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag þar sem hann kvaðst ekki leggjast gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Spurði Katrín ráðherrann hvað hefði frá því að Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að ekki ætti að greiða arð út úr einkareknum heilugæslustöðvum. „Hvað hefur breyst umfram það að Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki lengur með heilbrigðisráðuneytið? Hvað hefur breyst frá því að hæstvirtur fyrrverandi heilbrigðisráðherra lýsti því yfir að ekki ætti greiða út úr nýjum heilsugæslustöðvum? Og er þetta stefna þessarar ríkisstjórnar?“ spurði Katrín.Gamaldags aðferð að banna arðgreiðslur Bjarni svaraði því til að hann sæi ekki ástæðu til þess að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í rekstri að þeir greiði sér út arð. „Og þetta á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að það geta skapast skilyrði til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum. Og það kann að vera hausverkur fyrir suma að á einhverjum tilteknum sviðum einkarekstursins þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu að þessi skilyrði skapist og lausnin sem þeir hafa yfirleitt á þessum vanda er sá að koma í veg fyrir að einkaaðilar starfi á þeim vettvangi,“ sagði Bjarni og bætti við að önnur aðferð væri sú að banna arðgreiðslur. „Ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi og það sé bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi þá geta þeir greitt sér út arð.“Risastórar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu í Noregi og Svíþjóð Katrín spurði þá ráðherrann hvort hann hefði ekki verið að fylgjast með. „Nákvæmlega þar sem hafa verið hægri stjórnir, hann vitnaði í norræna módelið í þessu viðtali, Noreg og Svíþjóð þar sem hægri stjórnir hafa staðið fyrir auknum einkarekstri og aukinni einkavæðingu og þetta eru stærstu pólitísku málin í þeim kosningum sem þar hafa verið og eru framundan, það er að einkaaðilar eru að nýta sér sína aðstöðu með samningum við ríkið þar sem þeir eru að njóta almannafjár til þess að greiða sér ristastórar arðgreiðslur,“ sagði Katrín. Hún benti á að með þessum hætti yrðu hvatarnir við að reka heilbrigðisþjónustu rangir og að þegar hvatinn væri orðinn sá að þjónustan væri í ágóðaskyni þá væri líka meiri hvati til þess að hagræða á röngum stöðum og þannig að það myndi bitna á gæðum þjónustunnar. „Þetta er risastórt pólitískt mál og þess vegna spyr ég bara er þetta stefna ríkisstjórnarinnar eða hvað veldur þeirri stefnubreytingu sem við heyrðum frá síðasta heilbrigðisráðherra,“ spurði Katrín.Kannast ekki við að arðgreiðslur séu sérstakt þjóðfélagsmein hér á landi Bjarni svaraði því til að þingmaðurinn væri að taka upp mál og setja það í samhengi við lönd þar sem arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu væru raunverulegt vandamál. „Ég kannast ekki við að arðgreiðslur út úr heilsutengdri þjónustu sé eitthvað sérstakt þjóðfélagsmein á Íslandi. Hér er ástæða til að taka sjálfstæða umræðu um þessi mál því það er hægt að koma svo víða við. Erum við að setja sérstaka þröskulda til dæmis hjá lyfsölum við hagnaði eða arðgreiðslum? Gerum við það hjá tannlæknum? Gerum við það hjá þeim sem eru að selja lækningatæki? Þetta eru allt aðilar sem eru að starfa á heilbrigðissviðinu,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég er einfaldlega sammála háttvirtum þingmanni í því að ef að við erum búin að byggja upp heilbrigðiskerfi í einu landi þar sem það er einkenni á þeirri starfsemi sem þar fer fram að hún er annars vegar rekin fyrst og fremst fyrir opinbert fé og hins vegar eru þar stórkostlegar arðgreiðslur, já þá er eitthvað að og það er enginn ágreiningur við mig ef menn eru að reyna að kokka hann upp hér í þingsal. Ef við værum komin í þá stöðu þá væri eitthvað að. Og það sem ég teldi að væri fyrst og fremst að væri að ríkið væri búið að koma sér í vonda samningsstöðu og væri að greiða hærra verð fyrir þjónustuna en rök standa til.“ Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í orð hans í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag þar sem hann kvaðst ekki leggjast gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Spurði Katrín ráðherrann hvað hefði frá því að Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að ekki ætti að greiða arð út úr einkareknum heilugæslustöðvum. „Hvað hefur breyst umfram það að Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki lengur með heilbrigðisráðuneytið? Hvað hefur breyst frá því að hæstvirtur fyrrverandi heilbrigðisráðherra lýsti því yfir að ekki ætti greiða út úr nýjum heilsugæslustöðvum? Og er þetta stefna þessarar ríkisstjórnar?“ spurði Katrín.Gamaldags aðferð að banna arðgreiðslur Bjarni svaraði því til að hann sæi ekki ástæðu til þess að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í rekstri að þeir greiði sér út arð. „Og þetta á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að það geta skapast skilyrði til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum. Og það kann að vera hausverkur fyrir suma að á einhverjum tilteknum sviðum einkarekstursins þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu að þessi skilyrði skapist og lausnin sem þeir hafa yfirleitt á þessum vanda er sá að koma í veg fyrir að einkaaðilar starfi á þeim vettvangi,“ sagði Bjarni og bætti við að önnur aðferð væri sú að banna arðgreiðslur. „Ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi og það sé bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi þá geta þeir greitt sér út arð.“Risastórar arðgreiðslur út úr heilbrigðiskerfinu í Noregi og Svíþjóð Katrín spurði þá ráðherrann hvort hann hefði ekki verið að fylgjast með. „Nákvæmlega þar sem hafa verið hægri stjórnir, hann vitnaði í norræna módelið í þessu viðtali, Noreg og Svíþjóð þar sem hægri stjórnir hafa staðið fyrir auknum einkarekstri og aukinni einkavæðingu og þetta eru stærstu pólitísku málin í þeim kosningum sem þar hafa verið og eru framundan, það er að einkaaðilar eru að nýta sér sína aðstöðu með samningum við ríkið þar sem þeir eru að njóta almannafjár til þess að greiða sér ristastórar arðgreiðslur,“ sagði Katrín. Hún benti á að með þessum hætti yrðu hvatarnir við að reka heilbrigðisþjónustu rangir og að þegar hvatinn væri orðinn sá að þjónustan væri í ágóðaskyni þá væri líka meiri hvati til þess að hagræða á röngum stöðum og þannig að það myndi bitna á gæðum þjónustunnar. „Þetta er risastórt pólitískt mál og þess vegna spyr ég bara er þetta stefna ríkisstjórnarinnar eða hvað veldur þeirri stefnubreytingu sem við heyrðum frá síðasta heilbrigðisráðherra,“ spurði Katrín.Kannast ekki við að arðgreiðslur séu sérstakt þjóðfélagsmein hér á landi Bjarni svaraði því til að þingmaðurinn væri að taka upp mál og setja það í samhengi við lönd þar sem arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu væru raunverulegt vandamál. „Ég kannast ekki við að arðgreiðslur út úr heilsutengdri þjónustu sé eitthvað sérstakt þjóðfélagsmein á Íslandi. Hér er ástæða til að taka sjálfstæða umræðu um þessi mál því það er hægt að koma svo víða við. Erum við að setja sérstaka þröskulda til dæmis hjá lyfsölum við hagnaði eða arðgreiðslum? Gerum við það hjá tannlæknum? Gerum við það hjá þeim sem eru að selja lækningatæki? Þetta eru allt aðilar sem eru að starfa á heilbrigðissviðinu,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég er einfaldlega sammála háttvirtum þingmanni í því að ef að við erum búin að byggja upp heilbrigðiskerfi í einu landi þar sem það er einkenni á þeirri starfsemi sem þar fer fram að hún er annars vegar rekin fyrst og fremst fyrir opinbert fé og hins vegar eru þar stórkostlegar arðgreiðslur, já þá er eitthvað að og það er enginn ágreiningur við mig ef menn eru að reyna að kokka hann upp hér í þingsal. Ef við værum komin í þá stöðu þá væri eitthvað að. Og það sem ég teldi að væri fyrst og fremst að væri að ríkið væri búið að koma sér í vonda samningsstöðu og væri að greiða hærra verð fyrir þjónustuna en rök standa til.“
Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent