Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2017 13:29 Fyrirlesturinn fer fram á Grand Hotel í Reykjavík. Vísir/GVA Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira