Theresa May býr sig undir erfiðar viðræður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Hinn 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan ESB. vísir/epa Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00
ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45