Lebron og félagar með met „Showtime“ Lakers-liðsins í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 14:30 LeBron James og Magic Johnson. Vísir/Getty LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers liðinu hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan að þeir voru lentir 3-1 undir í lokaúrslitunum í fyrra. Cleveland liðið vann þrjá síðustu leiki lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors og tryggði sér NBA-titilinn. Liðsmenn Cleveland Cavaliers hafa síðan unnið níu fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Clevaland sló bæði Indiana Pacers og Toronto Raptors út 4-0 og er síðan komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers er þar með komið með tólf sigra í röð í úrslitakeppninni og geta jafnað 28 ára gamalt met með sigri í næsta leik á móti Boston Celtics sem verður í kvöld.Dating back to last year the @cavs have won 12-straight playoff games. They'll try to tie the 88-89 @Lakers record of 13 in Game 2! pic.twitter.com/k6WgXctHDH — NBA.com/Stats (@nbastats) May 18, 2017 Gamla metið á „Showtime“ Lakers-liðið sem vann tvo NBA-meistaratitla í röð frá 1987-88. Liðið vann þrettán leiki í röð frá 19. júní 1988 til 6. júní 1989. Vondu strákarnir í Detroit Pistons stoppuðu sigurgöngu Lakers í lokaúrslitunum 1989 og tók síðan líka af þeim NBA-titilinn seinna um sumarið. Í Lakers-liðinu voru þeir Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í aðalhlutverkum. Liðið fékk á sig „Showtime“ stimpilinn fyrir hraðaupphlaupin þar sem frákastararnir Kareem Abdul-Jabbar, Kurt Rambis, og A. C. Green voru fljótir að koma boltanum á Magic Johnson sem keyrði upp hraðaupphlaupin sem enduðu með körfum eða troðslum frá mönnum eins og Jamaal Wilkes, James Worthy, Byron Scott eða Michael Cooper. LeBron James hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sigurgöngu Cleveland-liðsins en í þessum tólf sigurleikjum í röð hefur hann skorað 32 stig eða meira í tíu leikjum og er með meðaltöl upp á 35,2 stig, 9,7 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta. Hann hefur hitt úr 54 prósent skota sinna og 43 prósent þriggja stiga skot sinna í þessum tólf leikjum.Flestir sigurleikir í röð í úrslitakeppni NBA: 13 - Los Angeles Lakers 1988-1989 12 - Detroit Pistons 1989-1990 12 - San Antonio Spurs 1999 12 - Los Angeles Lakers 2000-01 12 - Cleveland Cavaliers 2016- 10 - New Jersey Nets 2003 10 - San Antonio Spurs 2012 10 - Cleveland Cavaliers 2016 10 - Golden State Warriors 2017-Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers liðinu hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan að þeir voru lentir 3-1 undir í lokaúrslitunum í fyrra. Cleveland liðið vann þrjá síðustu leiki lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors og tryggði sér NBA-titilinn. Liðsmenn Cleveland Cavaliers hafa síðan unnið níu fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Clevaland sló bæði Indiana Pacers og Toronto Raptors út 4-0 og er síðan komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers er þar með komið með tólf sigra í röð í úrslitakeppninni og geta jafnað 28 ára gamalt met með sigri í næsta leik á móti Boston Celtics sem verður í kvöld.Dating back to last year the @cavs have won 12-straight playoff games. They'll try to tie the 88-89 @Lakers record of 13 in Game 2! pic.twitter.com/k6WgXctHDH — NBA.com/Stats (@nbastats) May 18, 2017 Gamla metið á „Showtime“ Lakers-liðið sem vann tvo NBA-meistaratitla í röð frá 1987-88. Liðið vann þrettán leiki í röð frá 19. júní 1988 til 6. júní 1989. Vondu strákarnir í Detroit Pistons stoppuðu sigurgöngu Lakers í lokaúrslitunum 1989 og tók síðan líka af þeim NBA-titilinn seinna um sumarið. Í Lakers-liðinu voru þeir Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í aðalhlutverkum. Liðið fékk á sig „Showtime“ stimpilinn fyrir hraðaupphlaupin þar sem frákastararnir Kareem Abdul-Jabbar, Kurt Rambis, og A. C. Green voru fljótir að koma boltanum á Magic Johnson sem keyrði upp hraðaupphlaupin sem enduðu með körfum eða troðslum frá mönnum eins og Jamaal Wilkes, James Worthy, Byron Scott eða Michael Cooper. LeBron James hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sigurgöngu Cleveland-liðsins en í þessum tólf sigurleikjum í röð hefur hann skorað 32 stig eða meira í tíu leikjum og er með meðaltöl upp á 35,2 stig, 9,7 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta. Hann hefur hitt úr 54 prósent skota sinna og 43 prósent þriggja stiga skot sinna í þessum tólf leikjum.Flestir sigurleikir í röð í úrslitakeppni NBA: 13 - Los Angeles Lakers 1988-1989 12 - Detroit Pistons 1989-1990 12 - San Antonio Spurs 1999 12 - Los Angeles Lakers 2000-01 12 - Cleveland Cavaliers 2016- 10 - New Jersey Nets 2003 10 - San Antonio Spurs 2012 10 - Cleveland Cavaliers 2016 10 - Golden State Warriors 2017-Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira