Nýjar og harðar niðurskurðarreglur í Kaliforníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. maí 2017 13:30 Daniel Cormier og Jon Jones verða í aðalbardaganum á UFC 214. vísir/getty Það hefur lengi verið kallað eftir harðari reglum í tengslum við niðurskurð MMA-bardagakappa en þeir hafa á stundum lagt líf sitt í hættu í niðurskurði fyrir bardaga. Nú hefur íþróttasamband Kaliforníu ákveðið að ríða á vaðið með nýjar og harðari niðurskurðarreglur fyrir UFC 214 sem fer fram í Anaheim í Kaliforníu. Bardagakvöldið fer fram þann 29. júlí. Dana White, forseti UFC, styður þessar nýju reglur en er ekki sammála því að það þurfi að fjölga þyngdarflokkum í íþróttinni. Það er líklega umræða fyrir seinni tíma. Helstu stóru breytingarnar sem verða í Kaliforníu eru þær að læknir verður að samþykkja að bardagakappi sé hæfur til þess að taka þátt í ákveðnum þyngdarflokki. Bardagakappar munu fá hærri sektir ef þeir ná ekki þyngd og þeir sem þyngjast um meira en 10 prósent af þyngd sinni á milli vigtunar og bardaga gætu verið neyddir til þess að hækka sig upp um þyngdarflokk í framhaldinu. Allar þessar aðgerðir hafa það að leiðarljósi að bardagakapparnir séu að taka þátt í þeim þyngdarflokki sem er nálægt þeirra þyngd dags daglega. Margir hafa lent inn á spítala við að reyna að léttast of mikið og í raun hefur ekki verið spurning um hvor heldur hvenær einhver myndi látast í þessum lífshættulega niðurskurði. Enginn hefur dáið enn sem komið er en menn hafa skaðað líffæri og annað í erfiðum niðurskurði. Verður áhugavert hvort fleiri fylki fylgi í fótspor Kaliforníu og tekið verði af festu á þessum vanda í MMA-heiminum. MMA Tengdar fréttir Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það hefur lengi verið kallað eftir harðari reglum í tengslum við niðurskurð MMA-bardagakappa en þeir hafa á stundum lagt líf sitt í hættu í niðurskurði fyrir bardaga. Nú hefur íþróttasamband Kaliforníu ákveðið að ríða á vaðið með nýjar og harðari niðurskurðarreglur fyrir UFC 214 sem fer fram í Anaheim í Kaliforníu. Bardagakvöldið fer fram þann 29. júlí. Dana White, forseti UFC, styður þessar nýju reglur en er ekki sammála því að það þurfi að fjölga þyngdarflokkum í íþróttinni. Það er líklega umræða fyrir seinni tíma. Helstu stóru breytingarnar sem verða í Kaliforníu eru þær að læknir verður að samþykkja að bardagakappi sé hæfur til þess að taka þátt í ákveðnum þyngdarflokki. Bardagakappar munu fá hærri sektir ef þeir ná ekki þyngd og þeir sem þyngjast um meira en 10 prósent af þyngd sinni á milli vigtunar og bardaga gætu verið neyddir til þess að hækka sig upp um þyngdarflokk í framhaldinu. Allar þessar aðgerðir hafa það að leiðarljósi að bardagakapparnir séu að taka þátt í þeim þyngdarflokki sem er nálægt þeirra þyngd dags daglega. Margir hafa lent inn á spítala við að reyna að léttast of mikið og í raun hefur ekki verið spurning um hvor heldur hvenær einhver myndi látast í þessum lífshættulega niðurskurði. Enginn hefur dáið enn sem komið er en menn hafa skaðað líffæri og annað í erfiðum niðurskurði. Verður áhugavert hvort fleiri fylki fylgi í fótspor Kaliforníu og tekið verði af festu á þessum vanda í MMA-heiminum.
MMA Tengdar fréttir Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00
Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30
Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00
Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00