Erlent

Nýr forseti segir miklar líkur á átökum

Samúel Karl Ólason skrifar
Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu.
Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu. Vísir/AFP
Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, segir miklar líkur á átökum á Kóreuskaganum. Forsetinn sagði tilraunir nágranna sinna í norðri hafa náð miklum árangri og að Suður-Kórea þyrfti að vera tilbúinn til þess að svara fyrir sig ráðist Norður-Kórea á þá.

Forsetinn vann kosningar í síðustu viku og hefur hann heitið því að reyna að hefja viðræður við Norður-Kóreu að nýjuMoon vill reyna að beita bæði þvingunum gegn einræðisríkinu og reyna að tala þá niður og fá þá til að hætta vopnaþróuninni.

Í fyrra slitu yfirvöld Norður-Kóreu öll tengsl við Suður-Kóreu. Þá höfðu þvinganir gegn NK verið hertar verulega eftir að kjarnorkusprengja var sprengd í tilraunaskyni.

Norður-Kórea hefur um árabil reynt að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar til að bera slík vopn til Bandaríkjanna. Eldflaug var skotið á loft frá Norður-Kóreu á sunnudaginn og segja yfirvöld ríkisins að sú tilraun hafi heppnast. 

Þeir hafa hunsað öll köll um að hætta tilraunum sínum, hvort sem þau koma frá Sameinuðu þjóðunum, Suður-Kóreu eða Kína, eina bandamanni Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×