Að jafnaði fjögur vopnuð útköll á viku Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur nýlega tekið nýja bíla í notkun. Sé rýnt í tölur sést að vopnuðum útköllum þeirra er að fjölga. vísir/anton Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum mánuðum ársins vopnuð skotvopnum. Þetta sýna tölur ríkislögreglustjóra. Það jafngildir því að farið hafi verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍAllt árið 2016 fór sérsveitin í 108 útköll með skotvopn. Fréttablaðið hefur ekki fengið skýringar á því hvort búast megi við auknum fjölda vopnaðra útkalla í ár eða hvort einhverra hluta vegna fari sérsveitin helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðjungi ársins. Hins vegar blasir við að vopnuðum útköllum hefur fjölgað verulega undanfarinn áratug, en árið 2006 voru þau 42 og árið 2007 voru þau 53. Önnur sértæk verkefni sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk þess sem sérsveitarmenn sinna líka almennum löggæslustörfum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, leggur áherslu á að sérsveitin hafi ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum söguna í þessu þá hefur lögreglan ekkert beitt vopnum frá upphafi. Þetta er eitt skipti sem þeir hafa gripið til vopna þannig að þeir hafa beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi. Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið 2013. Hann leggur áherslu á að lögreglan hafi ekki ofnotað eða misnotað vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem hafa orðið að dómsmáli eða þar sem menn hafa séð lögregluna fara offari. Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi. Maður hugsar til tilfella í Bandaríkjunum og að einhverju leyti í Evrópu en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í verki,“ segir Helgi og bætir við að þjálfun sérsveitarmanna sé mikil. Ekki bara í upphafi heldur sé þjálfunin stöðug. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59 Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42 Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29 Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07 Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum mánuðum ársins vopnuð skotvopnum. Þetta sýna tölur ríkislögreglustjóra. Það jafngildir því að farið hafi verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍAllt árið 2016 fór sérsveitin í 108 útköll með skotvopn. Fréttablaðið hefur ekki fengið skýringar á því hvort búast megi við auknum fjölda vopnaðra útkalla í ár eða hvort einhverra hluta vegna fari sérsveitin helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðjungi ársins. Hins vegar blasir við að vopnuðum útköllum hefur fjölgað verulega undanfarinn áratug, en árið 2006 voru þau 42 og árið 2007 voru þau 53. Önnur sértæk verkefni sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk þess sem sérsveitarmenn sinna líka almennum löggæslustörfum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, leggur áherslu á að sérsveitin hafi ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum söguna í þessu þá hefur lögreglan ekkert beitt vopnum frá upphafi. Þetta er eitt skipti sem þeir hafa gripið til vopna þannig að þeir hafa beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi. Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið 2013. Hann leggur áherslu á að lögreglan hafi ekki ofnotað eða misnotað vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem hafa orðið að dómsmáli eða þar sem menn hafa séð lögregluna fara offari. Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi. Maður hugsar til tilfella í Bandaríkjunum og að einhverju leyti í Evrópu en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í verki,“ segir Helgi og bætir við að þjálfun sérsveitarmanna sé mikil. Ekki bara í upphafi heldur sé þjálfunin stöðug.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59 Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42 Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29 Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07 Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59
Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42
Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29
Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07
Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51