Keilir vill tveggja brauta kennsluflugvöll og byggja í Vogunum Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Flugbrautirnar tvær, ef af verður, verða um 1,2 kílómetrar að lengd. Mynd/Keilir Sveitarfélaginu Vogum hefur borist fyrirspurn frá Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, um afstöðu sveitarfélagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug á Strandaheiði. Ef af þessum æfingaflugvelli á Reykjanesi yrði myndi hann anna öllu kennslu- og æfingaflugi á suðvesturhorninu og víðar ef áhugi væri fyrir hendi. Bæjarráð Voga tók málið fyrir á fundi í síðustu viku og vísaði því til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins. Eins og kunnugt er rekur Keilir flugakademíu þar sem í boði er nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um tvær flugbrautir að ræða og er hvor um sig 1,2 kílómetrar að lengd – eins yrði um aðstöðu fyrir kennsluvélar að ræða, verkstæði og geymslur.Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í VogumÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir að æfingaflugvöllur krefjist eðlilega breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins, og óformleg fyrirspurn hefur verið send til eiganda landsins sem hér um ræðir. Lengra sé málið ekki komið á þessu stigi. Spurður hvernig áformin horfi við bæjarstjóranum við fyrstu sýn segir Ásgeir að ekkert eins og þetta hafi komið til tals áður og í skipulagsvinnu síðustu ára hafi slíkt aldrei verið ámálgað. Í því ljósi falli hugmyndin ekki að skipulagi dagsins í dag. „Að öðru leyti líst mönnum ekkert illa á þessa hugmynd – hvorki til né frá,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Sveitarfélaginu Vogum hefur borist fyrirspurn frá Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, um afstöðu sveitarfélagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug á Strandaheiði. Ef af þessum æfingaflugvelli á Reykjanesi yrði myndi hann anna öllu kennslu- og æfingaflugi á suðvesturhorninu og víðar ef áhugi væri fyrir hendi. Bæjarráð Voga tók málið fyrir á fundi í síðustu viku og vísaði því til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins. Eins og kunnugt er rekur Keilir flugakademíu þar sem í boði er nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um tvær flugbrautir að ræða og er hvor um sig 1,2 kílómetrar að lengd – eins yrði um aðstöðu fyrir kennsluvélar að ræða, verkstæði og geymslur.Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í VogumÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir að æfingaflugvöllur krefjist eðlilega breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins, og óformleg fyrirspurn hefur verið send til eiganda landsins sem hér um ræðir. Lengra sé málið ekki komið á þessu stigi. Spurður hvernig áformin horfi við bæjarstjóranum við fyrstu sýn segir Ásgeir að ekkert eins og þetta hafi komið til tals áður og í skipulagsvinnu síðustu ára hafi slíkt aldrei verið ámálgað. Í því ljósi falli hugmyndin ekki að skipulagi dagsins í dag. „Að öðru leyti líst mönnum ekkert illa á þessa hugmynd – hvorki til né frá,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira