Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2017 10:12 Salvador Sobral. Vísir/EPA Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . . Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . .
Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05
Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55
Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24