Lagið samdi systir hans, Luísa Sobral og flutti hún lagið með honum þegar úrslitin voru ljós. Salvador kynnti systur sína sem besta tónskáld heimsins, og fagnaði henni vel á meðan flutningnum stóð.
Ljóst er að einlægur flutningur systkinanna hreyfði við Íslendingum sem og Evrópu allri, enda mátti sjá tár á hvarmi áhorfenda í útsendingunni.
Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum en flutninginn þeirra og viðbrögð netverja má sjá hér fyrir neðan.
Okay þessi systkinaást. Toppaði þetta alveg #12stig #por
— Áslaug Arna (@aslaugarna) May 13, 2017
Evrópa hefur ekki bráðnað svona frá lokum ísaldar. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 13, 2017
Salurinn tárast í Eurovision. Mest alvöru andartak sem ég hef séð í þessari keppni. #por #12stig
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 13, 2017
Er að öskurgráta og það eru EKKI hormónarnir #12stig
— Þórdís Björk (@tordisbjork) May 13, 2017
Rétt upp hönd sem er ekki smá grátandi núna...#12stig
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) May 13, 2017
Systirin var bókstaflega rúsínan í pylsuendanum #portúgal #12stig
— Helen Sig (@helen_sig) May 13, 2017
#12stig pic.twitter.com/udwbFsY0CP
— Daniel Scheving (@dscheving) May 13, 2017
Nei hér eru bara allir grenjandi. #12stig
— Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) May 13, 2017
Vitiði það krakkar....þessi kærleikur & einlægni er að bræða mig. Heimurinn mátti alveg við þessari ást í kvöld.#por #12stig
— Sigrun B (@Sigrunbragad) May 13, 2017
vá hún er jafngóð og hann!!! #12stig
— Hallveig Rúnarsdótti (@hallveigrunars) May 13, 2017
Einlægnin sigrar alltaf að lokum #12stig pic.twitter.com/0RUjqcIyag
— Ari Páll (@aripkar) May 13, 2017
Mig langar svo að knúsa þessi systkini. Þvílík dásemdarkrútt #12stig
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 13, 2017
Ég fékk illt í tennurnar af krúttleika #12stig
— Fanney Þórisdóttir (@Fanneyth) May 13, 2017
Stundum virkar Eurovision.
— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) May 13, 2017
Over and out#12stig pic.twitter.com/rSshwVmRQ6
Það eru 2 týpur af fólki í heiminum: Það sem fer að gráta yfir þessu lagi...og lygarar #12stig
— Daníel Kári (@Dannigudjons) May 13, 2017
Ég skal gefa honum hjartað mitt #12stig
— Færeyja (@solarsalinn) May 13, 2017