Dansvænt popp við texta um einmanaleika Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 15:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Árni Rúnar Hlöðversson skipa Milkywhale. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“ Tónlist Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“
Tónlist Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira