Dansvænt popp við texta um einmanaleika Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 15:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Árni Rúnar Hlöðversson skipa Milkywhale. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“ Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“
Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira