Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:52 Umfangsmikil netárás var gerð í að minnsta kosti 99 löndum í gær. vísir/epa Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð. Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00