Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2017 22:55 Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, Donald Trump, forseti, og Sergey Kislyak, sendiherra. Vísir/AFP Starfsmenn Hvíta hússins eru reiðir Rússum fyrir að hafa birt myndir frá lokuðum fundi Donald Trump, forseta, með þeim Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergey Kislyak, sendiherra, í gær. Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar bað Vladimir Putin, forseti Rússlands, um fundinn eftir að hann fundaði með Rex Tilllerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Starfsmönnum Trump var tilkynnt að opinber ljósmyndari ríkisstjórnarinnar í Moskvu yrði með í för og enginn annar. Myndirnar voru hins vegar birtar af Tass fréttaveitunni sem eru í eigu ríkisins. Því áttu starfsmenn Hvíta hússins ekki von á. Fundurinn er talinn vera ákveðinn sigur fyrir Rússland. Það er að utanríkisráðherra landsins hafi farið á fund forseta Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að Bandaríkin setti viðskiptaþvinganir á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í fyrra. Þá hefur fundurinn ekki hjálpað Donald Trump, en gagnrýnendur hans segja hann of náinn rússneskum stjórnvöldum. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi átt í samráði við Rússa varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þar að auki hefur vera Sergey Kislyak á fundinum vakið furðu, en hann hefur verið tengdur meintu samráði framboðsins og Rússa. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, var rekinn eftir að hann sagði ósatt um fundi sína við Kislyak. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni eftir að hann sagði einnig ósatt um fundi sína við Kislyak. Á myndunum sem Hvíta húsið birti af fundinum, eftir að Tass gerði það, var Kislyak hvergi sjáanlegur. Donald Trump Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru reiðir Rússum fyrir að hafa birt myndir frá lokuðum fundi Donald Trump, forseta, með þeim Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergey Kislyak, sendiherra, í gær. Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar bað Vladimir Putin, forseti Rússlands, um fundinn eftir að hann fundaði með Rex Tilllerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Starfsmönnum Trump var tilkynnt að opinber ljósmyndari ríkisstjórnarinnar í Moskvu yrði með í för og enginn annar. Myndirnar voru hins vegar birtar af Tass fréttaveitunni sem eru í eigu ríkisins. Því áttu starfsmenn Hvíta hússins ekki von á. Fundurinn er talinn vera ákveðinn sigur fyrir Rússland. Það er að utanríkisráðherra landsins hafi farið á fund forseta Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að Bandaríkin setti viðskiptaþvinganir á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í fyrra. Þá hefur fundurinn ekki hjálpað Donald Trump, en gagnrýnendur hans segja hann of náinn rússneskum stjórnvöldum. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi átt í samráði við Rússa varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þar að auki hefur vera Sergey Kislyak á fundinum vakið furðu, en hann hefur verið tengdur meintu samráði framboðsins og Rússa. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, var rekinn eftir að hann sagði ósatt um fundi sína við Kislyak. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni eftir að hann sagði einnig ósatt um fundi sína við Kislyak. Á myndunum sem Hvíta húsið birti af fundinum, eftir að Tass gerði það, var Kislyak hvergi sjáanlegur.
Donald Trump Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Sjá meira