Lífið

Íslendingar fara á kostum á Twitter á meðan Eurovision stendur

Birgir Olgeirsson skrifar
Fulltrúi Króatíu á sviði í Kænugarði.
Fulltrúi Króatíu á sviði í Kænugarði. Vísir/Getty
Seinni undanriðill söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fer fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld.

Þó svo að Ísland sé úr leik þá eru Íslendingar hvergi nærri hættir að horfa og hvað þá hættir að tjá sig um keppnina, líkt og sést á íslenska umræðuvettvanginum #12stig á Twitter.

Hér fyrir neðan verða birt bestu tístin ásamt því að hægt að er fylgjast með #12stig í beinni neðst í fréttinni.

Þó svo að íslenskir tístarar séu flest allir frekar hæðnir út í keppendur þá er unga kynslóðin ekki enn þá búin að tapa einlægninni líkt og dóttir Drífu Pálínu Geirs sannar: 

Felix Bergsson, sem fer fyrir íslenska Eurovision-hópnum í Kænugarði, er búinn að velja sitt uppáhaldslag.

Almanntengillinn og Eurovison-fræðingurinn Jóhannes Þór býður upp á þessa athyglisverðu skoðun um danska atriðið: 

Hollensku flytjendurnir minntu marga á bandaríska tríóið Willson Phillips sem söng lagið Hold On hér forðum daga. Lögmaður Árni Helgason sá þó hollensku nýtnina í búningavali þeirra.

Flestir voru afar undrandi á króatíska framlaginu. Áttu hreinlega erfitt með að skilja það. Una tók þó eftir augnaráðinu og fór ekki fram á mikið í kjölfarið: 

Gulur kjóll svissneska keppandans vakti athygli margra á #12stig

Eurovision-kynnarnir fá jafn mikið á baukinn í kvöld líkt og síðasta þriðjudagskvöld.

Margir vildu meina að Íslendingar ættu að senda Of Monsters and Men í Eurovision miðað við atriði Hvíta Rússlands sem var klippt út úr Ho Hey-senunni.

Búlgarski keppandinn virðist hafa náð að syngja sig inn í hjarta Íslendinga ef marka má umræðuna á #12stig 

Keppandinn frá Litháen minnti marga á Míu litlu úr Múmínálfunum.

Augnaráð eistneska flytjandans var stingandi.

Unnsteinn Manúel var mjög sáttur við lögin í keppninni í kvöld.

Eurovision-þulurinn Gísli Marteinn sagði íbúafjölda San Marínó svipaðan og á Akureyri. Hann baðst afsökunar á þessum vægu mistökum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×