Ætlaði sér alltaf að reka Comey Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2017 17:50 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist alltaf hafa ætlað að reka James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar eða FBI og að hann hafi staðið sig illa í starfi. Hann kallar Comey „monthana“ og segist forsetinn hafa spurt Comey hvort hann væri sjálfur til rannsóknar vegna meints samráðs starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. Þetta sagði forsetinn í viðtali við NBC News nú í dag. Bæði dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðardómsmálaráðherra, Jeff Sessions og Rod Rosenstein, sendu í vikunni bréf til Trump þar sem þeir lögðu til að Comey yrði rekinn. Í þeim bréfum var sú ástæða gefin að Comey hefði ekki tekið á máli tölvupósta Hillary Clinton með réttum hætti. Talsmenn Trump hafa í gær og í fyrradag ítrekað haldið því fram í mörgum fjölmiðlum að sú ástæða væri rétt. Þeirra á meðal er Mike Pence, varaforseti Trump. Hann sagði fjölmiðlum í gær að ákvörðun forsetans hefði byggt á tillögum Sessions og Rosenstein.Trump sjálfur sagði í uppsagnarbréfi Comey að hann væri að fylgja tillögum Sessions og Rosenstein en nú virðist hafa gefa lítið fyrir þær tillögur og segir brottreksturinn alltaf hafa staðið til. „Óháð tillögunum, þá ætlaði ég mér að reka Comey,“ segir Trump í viðtalinu. Talskona Trump sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Starfsmenn Hvíta hússins hafa einnig haldið því fram að Comey hafi misst stuðning starfsmanna FBI. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew McGabe, sagði hins vegar nefnd öldungaþingmanna um njósnamál í dag að sú væri ekki raunin. Comey nyti mikils stuðnings innan Alríkislögreglunnar.Jeff Sessions, sem sagði sig frá öllum rannsóknum vegna afskipta Rússa af kosningunum eftir að hann sagði ósatt um fundi sína og sendiherra Rússlands, leiðir nú leitina að nýjum yfirmanni Alríkislögreglunnar.Samantekt NBC úr viðtalinu Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist alltaf hafa ætlað að reka James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar eða FBI og að hann hafi staðið sig illa í starfi. Hann kallar Comey „monthana“ og segist forsetinn hafa spurt Comey hvort hann væri sjálfur til rannsóknar vegna meints samráðs starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. Þetta sagði forsetinn í viðtali við NBC News nú í dag. Bæði dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðardómsmálaráðherra, Jeff Sessions og Rod Rosenstein, sendu í vikunni bréf til Trump þar sem þeir lögðu til að Comey yrði rekinn. Í þeim bréfum var sú ástæða gefin að Comey hefði ekki tekið á máli tölvupósta Hillary Clinton með réttum hætti. Talsmenn Trump hafa í gær og í fyrradag ítrekað haldið því fram í mörgum fjölmiðlum að sú ástæða væri rétt. Þeirra á meðal er Mike Pence, varaforseti Trump. Hann sagði fjölmiðlum í gær að ákvörðun forsetans hefði byggt á tillögum Sessions og Rosenstein.Trump sjálfur sagði í uppsagnarbréfi Comey að hann væri að fylgja tillögum Sessions og Rosenstein en nú virðist hafa gefa lítið fyrir þær tillögur og segir brottreksturinn alltaf hafa staðið til. „Óháð tillögunum, þá ætlaði ég mér að reka Comey,“ segir Trump í viðtalinu. Talskona Trump sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Starfsmenn Hvíta hússins hafa einnig haldið því fram að Comey hafi misst stuðning starfsmanna FBI. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew McGabe, sagði hins vegar nefnd öldungaþingmanna um njósnamál í dag að sú væri ekki raunin. Comey nyti mikils stuðnings innan Alríkislögreglunnar.Jeff Sessions, sem sagði sig frá öllum rannsóknum vegna afskipta Rússa af kosningunum eftir að hann sagði ósatt um fundi sína og sendiherra Rússlands, leiðir nú leitina að nýjum yfirmanni Alríkislögreglunnar.Samantekt NBC úr viðtalinu
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30