Hjón dæmd til að selja íbúð sína í Grafarvogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Pjetur Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér. Dómsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér.
Dómsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira