Ágúst Gylfason um toppliði Stjörnunnar: Alvöru lið með alvöru karlmenn inn á vellinum Elías Orri Njarðarson skrifar 28. maí 2017 22:34 Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis var vonsvikinn með leik sinna manna í kvöld en liðið tapaði þá 3-1 á heimavelli á móti Stjörnunni í 5. umferð Pepsi-deildar karla. „Við vissum alveg hverju við vorum að fara að mæta hér í kvöld. Þetta er gífurlega sterkt lið og mikil karlmennska í þessu liði og við mætum bara ekki til leiks með það hugarfar. Þeir voru bara miklu meira tilbúnir til þess að gefa allt í þetta en við vorum það ekki,“ sagði Ágúst Gylfason. Leikmenn Fjölnis voru mjög daufir meirihlutann af leiknum og það þurfti að fá á sig þrjú mörk til þess að vakna til lífsins. Ágúst gerði þrjár breytingar í leiknum þegar Þórir Guðjónsson, Gunnar Már Guðmundsson og Ingimundur Níels Óskarsson komu inn á í seinni hálfleik. „Við settum inn þrjá karlmenn inn í liðið sem voru tilbúnir til þess að mæta þeim og leikurinn snerist kannski aðeins við og við fengum allavega mark en kannski ekki mikið af færum það var erfitt að brjóta niður Stjörnumenn, þetta er alvöru lið og með alvöru karlmenn inn á vellinum,“ sagði Ágúst. Fjölnir náðu í góð þrjú stig í síðustu umferð á erfiðum útivelli á móti FH. Fjölnismenn hefðu viljað ná að halda áfram á sigurgöngu en það þýðir ekkert að gefast upp eftir einn leik. „Við höldum bara áfram, náðum frábærum sigri á móti FH. Það var mjög flottur leikur en þessi leikur hér í kvöld var allt öðruvísi. Þetta var miklu meiri ,,physical” leikur hér í kvöld og það var erfitt fyrir okkar stráka að mæta þessu og við guggnuðum á því,“ sagði Ágúst. Næsti leikur Fjölnis er í bikarnum á móti ÍBV á útivelli og Ágúst er vongóður um góð úrslit úr þeim leik. „Við förum til Eyja í bikarnum og við ætlum okkur að komast þar áfram að sjálfsögðu,“ sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Fjölnir - Stjarnan 1-3 | Stjörnusigur í Grafarvoginum Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla með 1-3 útisigri á Fjölni í kvöld. 28. maí 2017 21:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis var vonsvikinn með leik sinna manna í kvöld en liðið tapaði þá 3-1 á heimavelli á móti Stjörnunni í 5. umferð Pepsi-deildar karla. „Við vissum alveg hverju við vorum að fara að mæta hér í kvöld. Þetta er gífurlega sterkt lið og mikil karlmennska í þessu liði og við mætum bara ekki til leiks með það hugarfar. Þeir voru bara miklu meira tilbúnir til þess að gefa allt í þetta en við vorum það ekki,“ sagði Ágúst Gylfason. Leikmenn Fjölnis voru mjög daufir meirihlutann af leiknum og það þurfti að fá á sig þrjú mörk til þess að vakna til lífsins. Ágúst gerði þrjár breytingar í leiknum þegar Þórir Guðjónsson, Gunnar Már Guðmundsson og Ingimundur Níels Óskarsson komu inn á í seinni hálfleik. „Við settum inn þrjá karlmenn inn í liðið sem voru tilbúnir til þess að mæta þeim og leikurinn snerist kannski aðeins við og við fengum allavega mark en kannski ekki mikið af færum það var erfitt að brjóta niður Stjörnumenn, þetta er alvöru lið og með alvöru karlmenn inn á vellinum,“ sagði Ágúst. Fjölnir náðu í góð þrjú stig í síðustu umferð á erfiðum útivelli á móti FH. Fjölnismenn hefðu viljað ná að halda áfram á sigurgöngu en það þýðir ekkert að gefast upp eftir einn leik. „Við höldum bara áfram, náðum frábærum sigri á móti FH. Það var mjög flottur leikur en þessi leikur hér í kvöld var allt öðruvísi. Þetta var miklu meiri ,,physical” leikur hér í kvöld og það var erfitt fyrir okkar stráka að mæta þessu og við guggnuðum á því,“ sagði Ágúst. Næsti leikur Fjölnis er í bikarnum á móti ÍBV á útivelli og Ágúst er vongóður um góð úrslit úr þeim leik. „Við förum til Eyja í bikarnum og við ætlum okkur að komast þar áfram að sjálfsögðu,“ sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Fjölnir - Stjarnan 1-3 | Stjörnusigur í Grafarvoginum Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla með 1-3 útisigri á Fjölni í kvöld. 28. maí 2017 21:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Fjölnir - Stjarnan 1-3 | Stjörnusigur í Grafarvoginum Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla með 1-3 útisigri á Fjölni í kvöld. 28. maí 2017 21:00