Geðsjúkir þurfa að bíða eftir úrræðum inni á spítala í tvö ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala - aðrir bíða utan hans á meðan. vísir/vilhelm Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is Heilbrigðismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is
Heilbrigðismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira