Hólmfríður með tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2017 15:47 Það munar mikið um það að fá leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur inn í byrjunarliðið og það sannaðist á Fylkisvellinum í dag. KR-konur unnu þá fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar en Vesturbæjarliðið var stigalaust eftir fyrstu fimm leikina. KR vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í fyrsta leik sjöttu umferðar en KR-konur fjórfölduðu markaskor sumarsins í þessum leik Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli en hafði aðeins komið inná sem varamaður fram að leiknum í dag. Hólmfríður fékk nú að byrja leikinn og þá var ekki sökum að spyrja. Hólmfríður sýndi styrk sinn og skoraði tvö af mörkum KR. Fyrsta mark KR-liðsins skoraði Sigríður María S Sigurðardóttir, hennar fyrsta mark í sumar. Markið kom á 28. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Hólmfríður búin að koma KR í 2-0. Jesse Shugg minnkaði muninn fyrir Fylki rétt fyrir hálfleik og það var því enn spenna í leiknum. Hólmfríður fór hinsvegar langt með að gera út um leikinn þegar hún kom KR-liðinu í 3-1 á 66. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Írlandi og Brasilíu en þessi frammistaða hennar í dag eru mjög góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Frey Alexanderssonar nú þegar styttist í Evrópumótið í Hollandi. Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29 Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16 Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Það munar mikið um það að fá leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur inn í byrjunarliðið og það sannaðist á Fylkisvellinum í dag. KR-konur unnu þá fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar en Vesturbæjarliðið var stigalaust eftir fyrstu fimm leikina. KR vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í fyrsta leik sjöttu umferðar en KR-konur fjórfölduðu markaskor sumarsins í þessum leik Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli en hafði aðeins komið inná sem varamaður fram að leiknum í dag. Hólmfríður fékk nú að byrja leikinn og þá var ekki sökum að spyrja. Hólmfríður sýndi styrk sinn og skoraði tvö af mörkum KR. Fyrsta mark KR-liðsins skoraði Sigríður María S Sigurðardóttir, hennar fyrsta mark í sumar. Markið kom á 28. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Hólmfríður búin að koma KR í 2-0. Jesse Shugg minnkaði muninn fyrir Fylki rétt fyrir hálfleik og það var því enn spenna í leiknum. Hólmfríður fór hinsvegar langt með að gera út um leikinn þegar hún kom KR-liðinu í 3-1 á 66. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Írlandi og Brasilíu en þessi frammistaða hennar í dag eru mjög góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Frey Alexanderssonar nú þegar styttist í Evrópumótið í Hollandi. Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29 Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16 Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29
Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16
Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00
Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00
Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00
Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15