Lögregla í Manchester lokar á Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 09:45 Lögreglumaður stendur vörð fyrir utan íbúðarhús í Manchester í morgun. Rannsókn árásarinnar stendur nú sem hæst. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Manchester, þar sem hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og varð 22 manns að bana, hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn árásarinnar eftir að myndum og fréttum af árásinni var lekið í fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mikil reiði greip um sig innan breskra yfirvalda þegar myndir, sem sýndu brak úr sprengingunni í Manchester, birtust í bandaríska miðlinum New York Times. Áður hafði nafni árasarmannsins, Salman Abedi, einnig verið lekið í bandaríska fjölmiðla örfáum klukkustundum eftir árásina. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun lýsa yfir áhyggjum sínum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi losaralegan brag á meðferð upplýsinga málsins á fundi NATO-ríkja sem fram fer í Brussel í dag. Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hingað til veitt breskum stjórnvöldum, auk stjórnvalda Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Nýja-Sjálands, upplýsingar um framgang rannsóknar á árásinni. Nú verður tímabundið lát á upplýsingaflæði til Bandaríkjanna vegna trúnaðarbrestsins. Lögreglan í Manchester er sögð „ævareið“ vegna málsins. Þá er talið að lögregla í Bandaríkjunum beri ábyrgð á lekanum frekar en Hvíta húsið.Fleiri handteknir og fórnarlömb nafngreind Tveir menn voru handteknir í Withington í grennd við Manchester í morgun. Átta karlmenn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við árásina, þar á meðal faðir og tveir bræður árásarmannsins. Konu, sem handtekin var í gær, hefur verið sleppt. Þá herma heimildir BBC að lögreglu hafi borist símtöl frá tveimur manneskjum fyrir árásina, sem vöruðu við öfgaskoðunum Abedi. 19 af þeim 22 sem létu lífið í árásinni hafa verið nafngreind, þar á meðal Elaine McIver, lögreglukona á frívakt, Wendy Fawell, fimmtug kona sem stödd var á tónleikunum með börnum sínum, Eilidh MacLeod, 14 ára, og parið Chloe Rutherford og Liam Curry. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba árásarinnar í Manchester verður nú klukkan 11 að breskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum. Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Manchester, þar sem hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og varð 22 manns að bana, hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn árásarinnar eftir að myndum og fréttum af árásinni var lekið í fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mikil reiði greip um sig innan breskra yfirvalda þegar myndir, sem sýndu brak úr sprengingunni í Manchester, birtust í bandaríska miðlinum New York Times. Áður hafði nafni árasarmannsins, Salman Abedi, einnig verið lekið í bandaríska fjölmiðla örfáum klukkustundum eftir árásina. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun lýsa yfir áhyggjum sínum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi losaralegan brag á meðferð upplýsinga málsins á fundi NATO-ríkja sem fram fer í Brussel í dag. Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hingað til veitt breskum stjórnvöldum, auk stjórnvalda Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Nýja-Sjálands, upplýsingar um framgang rannsóknar á árásinni. Nú verður tímabundið lát á upplýsingaflæði til Bandaríkjanna vegna trúnaðarbrestsins. Lögreglan í Manchester er sögð „ævareið“ vegna málsins. Þá er talið að lögregla í Bandaríkjunum beri ábyrgð á lekanum frekar en Hvíta húsið.Fleiri handteknir og fórnarlömb nafngreind Tveir menn voru handteknir í Withington í grennd við Manchester í morgun. Átta karlmenn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við árásina, þar á meðal faðir og tveir bræður árásarmannsins. Konu, sem handtekin var í gær, hefur verið sleppt. Þá herma heimildir BBC að lögreglu hafi borist símtöl frá tveimur manneskjum fyrir árásina, sem vöruðu við öfgaskoðunum Abedi. 19 af þeim 22 sem létu lífið í árásinni hafa verið nafngreind, þar á meðal Elaine McIver, lögreglukona á frívakt, Wendy Fawell, fimmtug kona sem stödd var á tónleikunum með börnum sínum, Eilidh MacLeod, 14 ára, og parið Chloe Rutherford og Liam Curry. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba árásarinnar í Manchester verður nú klukkan 11 að breskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum.
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira