Lögregla í Manchester lokar á Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 09:45 Lögreglumaður stendur vörð fyrir utan íbúðarhús í Manchester í morgun. Rannsókn árásarinnar stendur nú sem hæst. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Manchester, þar sem hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og varð 22 manns að bana, hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn árásarinnar eftir að myndum og fréttum af árásinni var lekið í fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mikil reiði greip um sig innan breskra yfirvalda þegar myndir, sem sýndu brak úr sprengingunni í Manchester, birtust í bandaríska miðlinum New York Times. Áður hafði nafni árasarmannsins, Salman Abedi, einnig verið lekið í bandaríska fjölmiðla örfáum klukkustundum eftir árásina. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun lýsa yfir áhyggjum sínum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi losaralegan brag á meðferð upplýsinga málsins á fundi NATO-ríkja sem fram fer í Brussel í dag. Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hingað til veitt breskum stjórnvöldum, auk stjórnvalda Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Nýja-Sjálands, upplýsingar um framgang rannsóknar á árásinni. Nú verður tímabundið lát á upplýsingaflæði til Bandaríkjanna vegna trúnaðarbrestsins. Lögreglan í Manchester er sögð „ævareið“ vegna málsins. Þá er talið að lögregla í Bandaríkjunum beri ábyrgð á lekanum frekar en Hvíta húsið.Fleiri handteknir og fórnarlömb nafngreind Tveir menn voru handteknir í Withington í grennd við Manchester í morgun. Átta karlmenn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við árásina, þar á meðal faðir og tveir bræður árásarmannsins. Konu, sem handtekin var í gær, hefur verið sleppt. Þá herma heimildir BBC að lögreglu hafi borist símtöl frá tveimur manneskjum fyrir árásina, sem vöruðu við öfgaskoðunum Abedi. 19 af þeim 22 sem létu lífið í árásinni hafa verið nafngreind, þar á meðal Elaine McIver, lögreglukona á frívakt, Wendy Fawell, fimmtug kona sem stödd var á tónleikunum með börnum sínum, Eilidh MacLeod, 14 ára, og parið Chloe Rutherford og Liam Curry. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba árásarinnar í Manchester verður nú klukkan 11 að breskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum. Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Manchester, þar sem hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og varð 22 manns að bana, hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn árásarinnar eftir að myndum og fréttum af árásinni var lekið í fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mikil reiði greip um sig innan breskra yfirvalda þegar myndir, sem sýndu brak úr sprengingunni í Manchester, birtust í bandaríska miðlinum New York Times. Áður hafði nafni árasarmannsins, Salman Abedi, einnig verið lekið í bandaríska fjölmiðla örfáum klukkustundum eftir árásina. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun lýsa yfir áhyggjum sínum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi losaralegan brag á meðferð upplýsinga málsins á fundi NATO-ríkja sem fram fer í Brussel í dag. Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hingað til veitt breskum stjórnvöldum, auk stjórnvalda Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Nýja-Sjálands, upplýsingar um framgang rannsóknar á árásinni. Nú verður tímabundið lát á upplýsingaflæði til Bandaríkjanna vegna trúnaðarbrestsins. Lögreglan í Manchester er sögð „ævareið“ vegna málsins. Þá er talið að lögregla í Bandaríkjunum beri ábyrgð á lekanum frekar en Hvíta húsið.Fleiri handteknir og fórnarlömb nafngreind Tveir menn voru handteknir í Withington í grennd við Manchester í morgun. Átta karlmenn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við árásina, þar á meðal faðir og tveir bræður árásarmannsins. Konu, sem handtekin var í gær, hefur verið sleppt. Þá herma heimildir BBC að lögreglu hafi borist símtöl frá tveimur manneskjum fyrir árásina, sem vöruðu við öfgaskoðunum Abedi. 19 af þeim 22 sem létu lífið í árásinni hafa verið nafngreind, þar á meðal Elaine McIver, lögreglukona á frívakt, Wendy Fawell, fimmtug kona sem stödd var á tónleikunum með börnum sínum, Eilidh MacLeod, 14 ára, og parið Chloe Rutherford og Liam Curry. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba árásarinnar í Manchester verður nú klukkan 11 að breskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum.
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira