Eftirsjá að trjálundi sem víkur fyrir nýjum blokkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2017 15:45 Það eina sem eftir er af trjálundinum er röndin meðfram Miklubraut. Vísir/Stefán Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“ Garðyrkja Skipulag Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“
Garðyrkja Skipulag Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira