Costco býður ekki alltaf besta verðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Verslunarrými Costco er 14 þúsund fermetrar. Þar eru meðal annars seld raftæki, föt og matvara. vísir/eyþór „Við erum í verðsamkeppni á hverjum degi og það breytist ekkert þó að Costco komi,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Það vakti athygli þegar spurðist út í byrjun viku að Costco myndi bjóða bensínlítrann á 30 krónum lægra verði en almennt býðst. Forstjórar N1 og Skeljungs hafa sagt að þeir ætli ekki að keppa við Costco í verði. Gestur segir Elko hins vegar ætla að verða samkeppnishæfa verslun á raftækjamarkaði. Fréttablaðið skoðaði handahófskennt vöruverð í Costco og bar saman við aðrar verslanir. Þar kom til dæmis í ljós að Bose Soundlink Bluetooth hátalari kostaði í gær 21.499 krónur í Costco, en í Elko 19.995 krónur. Verðið á Philips 55" smart sjónvarpi er 99.999 krónur í Costco en verð á sambærilegri vöru var 94.995 í Elko. Gestur segist hafa fylgst vel með aðdragandanum að opnun Costco en segir þróun verðs á þessum tveimur vörum í Elko megi skýra með fleiri þáttum. „Það hefur verið verðhjöðnun í raftækjum í að ég held tvö ár,“ segir hann. Þá sé eðli raftækjasölu að þegar nýjar línur komi inn á markaðinn lækki verð á þeim sem eldri eru. Fyrir stuttu hafi 42" sjónvarpstækin kostað 5-700 þúsund kall. Nú kosti þau innan við 100 þúsund krónur. „Nýjustu módelin eru á 300 þúsund kall og upp í 6-700 þúsund krónur,“ segir hann. En Gestur segir að Elko geti hagnast á opnun Costco, sem sé til marks um að Ísland sé ekki einangruð eyja. Hann geti farið með þau skilaboð til erlendra birgja. „Í einhverjum tilfellum hefur okkur tekist að ná í betri verð. Það skýrir að hluta það sem hefur verið að gerast í okkar verðlagningu.“ Sé horft til matvöru, var Costco í flestum tilfellum með lægra verð en Bónus í þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru af handahófi. Hins vegar þarf í mörgum tilfellum að kaupa vöruna í miklu magni í Costco en verðið í Bónus miðast í flestum tilfellum við að hún sé keypt í stykkjatali. Þá vakti athygli að í verslun Costco fæst fatnaður í vinsælum merkjum á lægra verði en víða þekkist. Til dæmis fást þar Levi’s 501 gallabuxur á karla á 6.399 krónur, en þær kosta 11.990 krónur í Levi’s búðinni í Kringlunni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við erum í verðsamkeppni á hverjum degi og það breytist ekkert þó að Costco komi,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Það vakti athygli þegar spurðist út í byrjun viku að Costco myndi bjóða bensínlítrann á 30 krónum lægra verði en almennt býðst. Forstjórar N1 og Skeljungs hafa sagt að þeir ætli ekki að keppa við Costco í verði. Gestur segir Elko hins vegar ætla að verða samkeppnishæfa verslun á raftækjamarkaði. Fréttablaðið skoðaði handahófskennt vöruverð í Costco og bar saman við aðrar verslanir. Þar kom til dæmis í ljós að Bose Soundlink Bluetooth hátalari kostaði í gær 21.499 krónur í Costco, en í Elko 19.995 krónur. Verðið á Philips 55" smart sjónvarpi er 99.999 krónur í Costco en verð á sambærilegri vöru var 94.995 í Elko. Gestur segist hafa fylgst vel með aðdragandanum að opnun Costco en segir þróun verðs á þessum tveimur vörum í Elko megi skýra með fleiri þáttum. „Það hefur verið verðhjöðnun í raftækjum í að ég held tvö ár,“ segir hann. Þá sé eðli raftækjasölu að þegar nýjar línur komi inn á markaðinn lækki verð á þeim sem eldri eru. Fyrir stuttu hafi 42" sjónvarpstækin kostað 5-700 þúsund kall. Nú kosti þau innan við 100 þúsund krónur. „Nýjustu módelin eru á 300 þúsund kall og upp í 6-700 þúsund krónur,“ segir hann. En Gestur segir að Elko geti hagnast á opnun Costco, sem sé til marks um að Ísland sé ekki einangruð eyja. Hann geti farið með þau skilaboð til erlendra birgja. „Í einhverjum tilfellum hefur okkur tekist að ná í betri verð. Það skýrir að hluta það sem hefur verið að gerast í okkar verðlagningu.“ Sé horft til matvöru, var Costco í flestum tilfellum með lægra verð en Bónus í þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru af handahófi. Hins vegar þarf í mörgum tilfellum að kaupa vöruna í miklu magni í Costco en verðið í Bónus miðast í flestum tilfellum við að hún sé keypt í stykkjatali. Þá vakti athygli að í verslun Costco fæst fatnaður í vinsælum merkjum á lægra verði en víða þekkist. Til dæmis fást þar Levi’s 501 gallabuxur á karla á 6.399 krónur, en þær kosta 11.990 krónur í Levi’s búðinni í Kringlunni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00