Guðni Th. um atburðinn í Manchester: Hryðjuverkamönnum má ekki takast ætlunarverk sitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 20:50 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“ Forseti Íslands Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“
Forseti Íslands Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira