Allir hagnast Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngusamninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. september nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samninga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bókasöfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild annarra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngusamninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. september nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samninga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bókasöfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild annarra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar