Óli Stefán: Meistari Jankovic teiknaði þetta upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2017 21:49 Óli Stefán og félagar eru í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með sjö stig. vísir/ernir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var virkilega ánægður með sigurinn á ÍA á Akranesi í kvöld. „Þegar ég var að setja leikinn upp voru jafntefli alltaf sterk úrslit fyrir mig. Sigur hefði verið bónus,“ sagði Óli Stefán í samtali við Vísi eftir leik. „Við skildum allt eftir úti á vellinum og unnum þvílíkt fyrir þessu. Þess vegna er ég rosalega stoltur og ánægður með strákana.“ Grindavík átti undir högg að sækja lengi vel í fyrri hálfleik. Undir lok hans fengu Skagamenn svo gullið tækifæri til að komast yfir en Kristijan Jajalo varði vítaspyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Óli Stefán segir að sú varsla hafi vegið þungt. „Við byrjuðum vel og það voru gæði í okkar leik. Mér fannst við vera með stjórn á leiknum. En vindurinn var erfiður, þeir settu háa bolta inn á teiginn og þetta var mikil barátta. Þeir tóku yfir leikinn á þessum kafla en Kristijan kom upp á hárréttu augnabliki fyrir okkur.“ Grindvíkingar skoruðu snemma í seinni hálfleik og voru með góð tök á leiknum eftir það. „Það er gaman að því að þetta mark kom meistari [Milan Stefán] Jankovic upp með í dag. Teiknaði upp innkast og það virkaði. Mér fannst við ná takti eftir þetta og hlupum og börðumst og spiluðum flottan fótbolta,“ sagði Óli Stefán sem er vonum ánægður með uppskeru Grindvíkinga til þessa; sjö stig í Pepsi-deildinni og komnir áfram í Borgunarbikarnum. „Ég gæti alveg beðið um meira en ætla ekki að gera það. Ég er mjög raunsær og geri mér fyllilega grein fyrir hvar við erum og hverjir við erum og þakka fyrir öll stig sem við fáum. En við vinnum mikið fyrir þeim og strákarnir og þjálfarateymið hafa lagt mikið á sig. Ég var líka sérstaklega ánægður að sjá stuðninginn sem við fengum í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var virkilega ánægður með sigurinn á ÍA á Akranesi í kvöld. „Þegar ég var að setja leikinn upp voru jafntefli alltaf sterk úrslit fyrir mig. Sigur hefði verið bónus,“ sagði Óli Stefán í samtali við Vísi eftir leik. „Við skildum allt eftir úti á vellinum og unnum þvílíkt fyrir þessu. Þess vegna er ég rosalega stoltur og ánægður með strákana.“ Grindavík átti undir högg að sækja lengi vel í fyrri hálfleik. Undir lok hans fengu Skagamenn svo gullið tækifæri til að komast yfir en Kristijan Jajalo varði vítaspyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Óli Stefán segir að sú varsla hafi vegið þungt. „Við byrjuðum vel og það voru gæði í okkar leik. Mér fannst við vera með stjórn á leiknum. En vindurinn var erfiður, þeir settu háa bolta inn á teiginn og þetta var mikil barátta. Þeir tóku yfir leikinn á þessum kafla en Kristijan kom upp á hárréttu augnabliki fyrir okkur.“ Grindvíkingar skoruðu snemma í seinni hálfleik og voru með góð tök á leiknum eftir það. „Það er gaman að því að þetta mark kom meistari [Milan Stefán] Jankovic upp með í dag. Teiknaði upp innkast og það virkaði. Mér fannst við ná takti eftir þetta og hlupum og börðumst og spiluðum flottan fótbolta,“ sagði Óli Stefán sem er vonum ánægður með uppskeru Grindvíkinga til þessa; sjö stig í Pepsi-deildinni og komnir áfram í Borgunarbikarnum. „Ég gæti alveg beðið um meira en ætla ekki að gera það. Ég er mjög raunsær og geri mér fyllilega grein fyrir hvar við erum og hverjir við erum og þakka fyrir öll stig sem við fáum. En við vinnum mikið fyrir þeim og strákarnir og þjálfarateymið hafa lagt mikið á sig. Ég var líka sérstaklega ánægður að sjá stuðninginn sem við fengum í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira