Donald Trump harðorður í garð Írans Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 18:56 Trump flytur ræðu frammi fyrir leiðtogum múslimaríkja í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í dag. Fyrir aftan hann sitja dóttir hans, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar, Jared Kushner. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan:
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05