Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2017 07:03 Vilborg Arna náði toppnum klukkan 3:15 að íslenskum tíma. vilborg arna Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp Everest klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. Vilborg Arna er sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp þessa hæsta fjalls í heimi og fyrst kvenna. Á Facebook-síðu Vilborgar Örnu kemur fram að ferðin upp á topp hafi gengið vel en Vilborg Arna og sjerpinn Tenji voru um ellefu tíma á leiðinni upp. Tómas Þór Veruson, kærasti Vilborgar Örnu, hefur verið reglulega greint frá gangi mála á Facebook-síðu Vilborgar og segir hljóðið í henni hafa hafa verið gríðarlega gott þegar hún hafi staðið á toppi fjallsins. „Ertu í skýjunum?“ „Já, þetta er geðveikt, það er tryllt að vera hérna!“ er haft eftir Vilborgu Örnu, sem varði nokkrum mínútum á toppnum áður en þau héldu aftur niður í fjórðu búðir.Reyndi fyrst árið 2014 Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu. Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár. Everest er 8.848 metra hátt. Fjallamennska Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna á leið upp á topp Everest Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð á stað úr fjórðu búðum og stefnir hún upp á topp Everest, hæsta fjall heims. 19. maí 2017 15:51 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp Everest klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. Vilborg Arna er sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp þessa hæsta fjalls í heimi og fyrst kvenna. Á Facebook-síðu Vilborgar Örnu kemur fram að ferðin upp á topp hafi gengið vel en Vilborg Arna og sjerpinn Tenji voru um ellefu tíma á leiðinni upp. Tómas Þór Veruson, kærasti Vilborgar Örnu, hefur verið reglulega greint frá gangi mála á Facebook-síðu Vilborgar og segir hljóðið í henni hafa hafa verið gríðarlega gott þegar hún hafi staðið á toppi fjallsins. „Ertu í skýjunum?“ „Já, þetta er geðveikt, það er tryllt að vera hérna!“ er haft eftir Vilborgu Örnu, sem varði nokkrum mínútum á toppnum áður en þau héldu aftur niður í fjórðu búðir.Reyndi fyrst árið 2014 Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu. Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár. Everest er 8.848 metra hátt.
Fjallamennska Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna á leið upp á topp Everest Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð á stað úr fjórðu búðum og stefnir hún upp á topp Everest, hæsta fjall heims. 19. maí 2017 15:51 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00
Vilborg Arna á leið upp á topp Everest Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð á stað úr fjórðu búðum og stefnir hún upp á topp Everest, hæsta fjall heims. 19. maí 2017 15:51