Fótbolti

Niður um þrjár deildir á þremur árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Paderborn hafa ekki haft mikla ástæðu til að gleðjast undanfarin ár.
Stuðningsmenn Paderborn hafa ekki haft mikla ástæðu til að gleðjast undanfarin ár. vísir/getty
Það er óhætt að segja að það hafi sigið á ógæfuhliðina hjá þýska fótboltaliðinu Paderborn á undanförnum árum.

Í september 2014 sat Paderborn á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en í dag féll liðið niður í D-deildina.

Paderborn hefur því fallið niður um þrjár deildir á jafn mörgum árum.

Paderborn endaði í átjánda og neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014-15. Á næsta tímabili endaði liðið í neðsta sæti B-deildarinnar og féll niður í C-deildina.

Paderborn var í miklu basli í nær allan vetur og þrátt fyrir ágætis endasprett endaði liðið í átjánda og þriðja neðsta sæti C-deildarinnar. Hin svæðisskipta D-deild bíður því Paderborn á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×