Fótbolti

Fjórði sigur Glódísar og stallna hennar í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna.
Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna. vísir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Eskilstuna United hafa byrjað tímabilið frábærlega.

Eskilstuna sótti Göteborg heim í dag og vann 0-1 sigur. Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna sem hefur haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum sínum. Þetta var jafnframt fjórði sigur liðsins í röð.

Eskilstuna er með 16 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Linköpings.

Limhamm Bunkeflo hafði betur gegn Djurgårdens, 2-1, í Íslendingaslag.

Anna Björk Kristjánsdóttir stóð vaktina í vörn Limhamm Bunkeflo sem hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum.

Hallbera Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Djurgården en Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á bekknum.

Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstads sem gerði markalaust jafntefli við Hammarby á heimavelli.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstads sem er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×