Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 18:37 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í Alþingishúsinu í dag. vísir/anton brink Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. Meirihluti nefndarinnar styður tillögu ráðherrans en minnihlutinn vildi fá meiri tíma til að fara yfir málið og var því ekki sáttur við að málið skyldi afgreitt úr nefndinni í dag. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við þau Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, en hún hafði boðað það að hún myndi leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra ef ekki fengist fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan dómaranna 15 við Landsrétt. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún að nú myndi hún fara yfir það hvort slík tillaga yrði lögð fram en hún sagði málið snúast um fagleg vinnubrögð þar sem hún teldi að meiri tíma þyrfti til þess að fara yfir það. Birgir sagði hins vegar að meirihluti teldi rökstuðning ráðherra fyrir tillögunni fullnægjandi og styðji hann tillöguna. Í tillögu dómsmálaráðherra eru fjórir einstaklingar sem hæfnisnefnd mat ekki á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Ýmsir hafa gagnrýnt það, þar á meðal Lögmannafélagið og Ástráður Haraldsson, sem er einn þeirra sem nefndin mat hæfasta en hlýtur ekki náð fyrir augum ráðherrans. Áætluð þinglok eru í kvöld eða nótt og mun þingið þurfa að greiða atkvæði um tillögu ráðherrans um skipan dómara við Landsrétt. Telja má líklegt að þá muni reyna á meirihlutann á þingi en ríkisstjórnin hefur aðeins eins manns meirihluta. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. Meirihluti nefndarinnar styður tillögu ráðherrans en minnihlutinn vildi fá meiri tíma til að fara yfir málið og var því ekki sáttur við að málið skyldi afgreitt úr nefndinni í dag. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við þau Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, en hún hafði boðað það að hún myndi leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra ef ekki fengist fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan dómaranna 15 við Landsrétt. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún að nú myndi hún fara yfir það hvort slík tillaga yrði lögð fram en hún sagði málið snúast um fagleg vinnubrögð þar sem hún teldi að meiri tíma þyrfti til þess að fara yfir það. Birgir sagði hins vegar að meirihluti teldi rökstuðning ráðherra fyrir tillögunni fullnægjandi og styðji hann tillöguna. Í tillögu dómsmálaráðherra eru fjórir einstaklingar sem hæfnisnefnd mat ekki á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Ýmsir hafa gagnrýnt það, þar á meðal Lögmannafélagið og Ástráður Haraldsson, sem er einn þeirra sem nefndin mat hæfasta en hlýtur ekki náð fyrir augum ráðherrans. Áætluð þinglok eru í kvöld eða nótt og mun þingið þurfa að greiða atkvæði um tillögu ráðherrans um skipan dómara við Landsrétt. Telja má líklegt að þá muni reyna á meirihlutann á þingi en ríkisstjórnin hefur aðeins eins manns meirihluta.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51
Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30