Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 14:51 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09