Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 06:00 Frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði sem hefur verið yfirfullt undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann. Dómsmál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann.
Dómsmál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira