Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 14:44 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu. United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu.
United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00
Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36
Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14
„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03