Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 18:12 Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi hins vinsæla Costco-hóps, ætlar að gera sér ferð í Costco í góðu tómi. Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“ Costco Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“
Costco Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent