Leit að konum tefur skipun flugráðs sem lagðist í dvala fyrir 19 mánuðum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Flugmenn sakna faglegrar umræðu um Reykjavíkurflugvöll og vonast eftir að blásið verði lífi í fagráð um flugmál. vísir/vilhelm Svokallað fagráð um flugmál sem leysti af hólmi flugráð hefur ekki haldið fund í meira en nítján mánuði. Ráðinu er ætlað að vera samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til ráðuneytis um flug- og loftferðamál.Jóhannes Tómasson. upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins.vísir/valliFyrst var skipað í fagráð um flugmál í febrúar 2014. Þeir sjö sem tóku sæti í fagráðinu voru þá skipaðir til tveggja ára eða til febrúar 2016. Skipunartími þeirra rann því út fyrir 15 mánuðum. Ekki hefur verið skipað í ráðið að nýju en Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir það nú í undirbúningi. „Eftir síðustu ríkisstjórnarskipti hófst undirbúningur við skipun í ráðið og hafa tilnefningar borist en formlegri skipun er ekki lokið, meðal annars þar sem kanna þarf hjá sumum tilnefningaraðilum hvort unnt er að tilnefna konur þar sem það var ekki gert,“ útskýrir Jóhannes. Jafnframt bendir Jóhannes á að á síðasta fundi fagráðsins hafi verið rætt um að endurskoða hlutverk þess og að tengja það á einhvern hátt við gerð samgönguáætlunar. Ráðuneytið hefur á þessum tíma átt margs konar samráðsfundi með fulltrúum flugrekenda, rekstraraðilum flugvalla, grasrótinni í flugheiminum og Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Því hefur það ekki komið að sök þótt fagráðið hafi ekki verið virkt þennan tíma. Mikilvægt er þó að koma þessum samráðsvettvangi á að nýju,“ segir upplýsingafulltrúinn. Fréttablaðið hefur fengið afrit fundargerða þeirra sex funda sem fagráð um flugmál hélt frá fyrsta fundi 20. mars 2014 til síðasta fundar 15. október 2015. Eini meðlimur ráðsins sem fékk greitt fyrir setu sína þar var formaður þess, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Mánaðarlegar þóknanir til hennar fram til 14. febrúar 2016 námu samtals 711 þúsund krónum. „Ráðið virðist hafa farið vel af stað en lognast út af og það ber að harma,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Eitt og annað veki athygli í fundargerðunum. Til dæmis komi þar fram gagnrýni á niðurskurð á fé til framkvæmda á innanlandsvöllum en þar sé ekki að finna umfjöllun um stöðu Reykjavíkurflugvallar og lokun flugbrautar 06/24 – sem stundum er kölluð neyðarbrautin.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Ingvar segir að taka megi undir ýmislegt í fundargerðunum. Til dæmis að fagráðið sé eini vettvangurinn sem fagaðilar komi að og mikilvægt sé að ráðið fái aðkomu að öllu því sem snertir flugið. Nefnt sé að varaflugvellir séu að verða ónothæfir til að koma í stað Keflavíkurflugvallar þar sem meðal annars vanti flugvélastæði og að ástandið sé að verða mjög alvarlegt. Nýta mætti arð af Isavia til að greiða niður starfsemi á innanlandsflugvöllum. „Hins vegar er ekki að sjá að neinum málum sé fylgt eftir eða að stjórnvöld leiti til ráðsins með álitamál,“ segir Ingvar. Ár eftir ár komi samgönguáætlun út með mörkuðum fjárveitingum til framkvæmda á innanlandsvöllum. „Það næsta sem gerist er að fjárlög koma og þá er komið núll í alla dálkana. Við þetta ástand verður ekki unað lengur.“ Fundargerðirnar segir Ingvar framkalla mynd af brestum í flugvallakerfi landsins. „Brestum sem stafa fyrst og fremst af stefnuleysi stjórnvalda. Flugrekstur stendur í dag undir rúmum 10 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt innanríkisráðuneytinu en það er fimm- til sexfalt hærra hlutfall en í nágrannalöndunum. Það skýtur því skökku við að opinber stefna í flugmálum sé ekki til á Íslandi.“ Þá segir Ingvar það einlæga von Félags íslenskra atvinnuflugmanna að fagráð um flugmál verði endurvakið og það starfi eins og til sé ætlast. Forveri fagráðs um flugmál, flugráð, sem lagt hafi verið niður eftir nærri 70 ára starf, hafi á þeim tíma verið mjög virkt og fundað alls 1.578 sinnum áður en yfir lauk í mars 2013. „Á Íslandi starfar aragrúi fjölhæfs og vel menntaðs fólks í fluggeiranum. Allar upplýsingar, tölfræði og þekking eru til staðar á meðal þessa fólks til að stjórnvöld geti tekið af skarið og markað skýra og skynsamlega stefnu í flugmálum þjóðarinnar,“ segir Ingvar Tryggvason. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis "Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. 5. maí 2017 07:00 Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur við lokun flugbrautar Þingflokksformaður framsóknarmanna hvatti samgönguráðherra til þess í dag að skoða hið snarasta hvort opna megi neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 16. maí 2017 21:00 Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háska geta hafa skapast ef þotan sem fór út af braut hefði gert það á háannatíma. Varaflugvellir séu í ólestri en stjórnvöld sinni ekki ábendingum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Svokallað fagráð um flugmál sem leysti af hólmi flugráð hefur ekki haldið fund í meira en nítján mánuði. Ráðinu er ætlað að vera samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til ráðuneytis um flug- og loftferðamál.Jóhannes Tómasson. upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins.vísir/valliFyrst var skipað í fagráð um flugmál í febrúar 2014. Þeir sjö sem tóku sæti í fagráðinu voru þá skipaðir til tveggja ára eða til febrúar 2016. Skipunartími þeirra rann því út fyrir 15 mánuðum. Ekki hefur verið skipað í ráðið að nýju en Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir það nú í undirbúningi. „Eftir síðustu ríkisstjórnarskipti hófst undirbúningur við skipun í ráðið og hafa tilnefningar borist en formlegri skipun er ekki lokið, meðal annars þar sem kanna þarf hjá sumum tilnefningaraðilum hvort unnt er að tilnefna konur þar sem það var ekki gert,“ útskýrir Jóhannes. Jafnframt bendir Jóhannes á að á síðasta fundi fagráðsins hafi verið rætt um að endurskoða hlutverk þess og að tengja það á einhvern hátt við gerð samgönguáætlunar. Ráðuneytið hefur á þessum tíma átt margs konar samráðsfundi með fulltrúum flugrekenda, rekstraraðilum flugvalla, grasrótinni í flugheiminum og Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Því hefur það ekki komið að sök þótt fagráðið hafi ekki verið virkt þennan tíma. Mikilvægt er þó að koma þessum samráðsvettvangi á að nýju,“ segir upplýsingafulltrúinn. Fréttablaðið hefur fengið afrit fundargerða þeirra sex funda sem fagráð um flugmál hélt frá fyrsta fundi 20. mars 2014 til síðasta fundar 15. október 2015. Eini meðlimur ráðsins sem fékk greitt fyrir setu sína þar var formaður þess, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Mánaðarlegar þóknanir til hennar fram til 14. febrúar 2016 námu samtals 711 þúsund krónum. „Ráðið virðist hafa farið vel af stað en lognast út af og það ber að harma,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Eitt og annað veki athygli í fundargerðunum. Til dæmis komi þar fram gagnrýni á niðurskurð á fé til framkvæmda á innanlandsvöllum en þar sé ekki að finna umfjöllun um stöðu Reykjavíkurflugvallar og lokun flugbrautar 06/24 – sem stundum er kölluð neyðarbrautin.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Ingvar segir að taka megi undir ýmislegt í fundargerðunum. Til dæmis að fagráðið sé eini vettvangurinn sem fagaðilar komi að og mikilvægt sé að ráðið fái aðkomu að öllu því sem snertir flugið. Nefnt sé að varaflugvellir séu að verða ónothæfir til að koma í stað Keflavíkurflugvallar þar sem meðal annars vanti flugvélastæði og að ástandið sé að verða mjög alvarlegt. Nýta mætti arð af Isavia til að greiða niður starfsemi á innanlandsflugvöllum. „Hins vegar er ekki að sjá að neinum málum sé fylgt eftir eða að stjórnvöld leiti til ráðsins með álitamál,“ segir Ingvar. Ár eftir ár komi samgönguáætlun út með mörkuðum fjárveitingum til framkvæmda á innanlandsvöllum. „Það næsta sem gerist er að fjárlög koma og þá er komið núll í alla dálkana. Við þetta ástand verður ekki unað lengur.“ Fundargerðirnar segir Ingvar framkalla mynd af brestum í flugvallakerfi landsins. „Brestum sem stafa fyrst og fremst af stefnuleysi stjórnvalda. Flugrekstur stendur í dag undir rúmum 10 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt innanríkisráðuneytinu en það er fimm- til sexfalt hærra hlutfall en í nágrannalöndunum. Það skýtur því skökku við að opinber stefna í flugmálum sé ekki til á Íslandi.“ Þá segir Ingvar það einlæga von Félags íslenskra atvinnuflugmanna að fagráð um flugmál verði endurvakið og það starfi eins og til sé ætlast. Forveri fagráðs um flugmál, flugráð, sem lagt hafi verið niður eftir nærri 70 ára starf, hafi á þeim tíma verið mjög virkt og fundað alls 1.578 sinnum áður en yfir lauk í mars 2013. „Á Íslandi starfar aragrúi fjölhæfs og vel menntaðs fólks í fluggeiranum. Allar upplýsingar, tölfræði og þekking eru til staðar á meðal þessa fólks til að stjórnvöld geti tekið af skarið og markað skýra og skynsamlega stefnu í flugmálum þjóðarinnar,“ segir Ingvar Tryggvason.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis "Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. 5. maí 2017 07:00 Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur við lokun flugbrautar Þingflokksformaður framsóknarmanna hvatti samgönguráðherra til þess í dag að skoða hið snarasta hvort opna megi neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 16. maí 2017 21:00 Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háska geta hafa skapast ef þotan sem fór út af braut hefði gert það á háannatíma. Varaflugvellir séu í ólestri en stjórnvöld sinni ekki ábendingum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis "Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. 5. maí 2017 07:00
Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur við lokun flugbrautar Þingflokksformaður framsóknarmanna hvatti samgönguráðherra til þess í dag að skoða hið snarasta hvort opna megi neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 16. maí 2017 21:00
Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háska geta hafa skapast ef þotan sem fór út af braut hefði gert það á háannatíma. Varaflugvellir séu í ólestri en stjórnvöld sinni ekki ábendingum. 4. maí 2017 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent