Lars, það er engin teljandi verðbólga í gangi en þúsundir starfa í hættu Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. maí 2017 07:00 Hinn 24. maí sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Danann Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur er hann nefndur, sem virðist vera fastráðinn penni og sérfræðingur blaðsins á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Ekki er vitað af hverju ritstjórn leitaði út fyrir landsteinana með þetta verkefni, en ýmislegt bendir til að þar hafi ritstjórn leitað langt yfir skammt. Greinin ber yfirskriftina „Seðlabankinn gerir mistök“. Mistökin eiga að vera þau, að Seðlabanki lækkaði stýrivexti smávægilega í vikunni þar á undan, en eins og flestir Íslendingar vita og skilja, eru okurvextir hér og sterkt gengi krónunnar, sem þeir valda, að þjarma svo heiftarlega að helztu atvinnuvegum landsins, að í stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt vaxtaálag á almenningi ótalið. Fjöldauppsagnir á Akranesi eru aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvörun, um það, sem mun fylgja, ef gengi krónunnar er ekki leiðrétt snarlega og stórlega, en til þess er helzta tækið einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þessari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir skref, eftir viðbrögðum markaðarins og þörfum, en í lok dagsins virðast stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi. Áherzla skal lögð á það hér, að þetta er ekki aðeins spurning um hag og afkomu fyrirtækjanna, eins og sumir virðast telja, heldur ekki síður – eða miklu fremur – spurning um atvinnuöryggi þeirra þúsunda Íslendinga, sem hjá þessum helztu fyrirtækjum landsins starfa. Daninn hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir þetta vaxtahækkun! Hann vitnar hér í kenningu hollenzks hagfræðings, sem uppi var á síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann setti fram þá kenningu um miðja síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki beitt nema einu hagstjórnartæki til að ná fram hverju og einu hagstjórnarmarkmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að beita stýrivöxtum bæði til að stýra gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif á verðbólgu.70 ára kenning Daninn kallar þetta Tinbergen-regluna, eins og að þessi gamla kenning sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú 70 árum síðar. Hann vill beita stýrivöxtum – vaxtahækkun – til að halda verðbólgu í skefjum, sem reyndar hefur verið lítil og er í góðum skefjum og á enn inni verulega verðlækkun hjá verzluninni. Ég hef vikið að því í fyrri greinum, að hagfræðin yrði að vera lifandi fræðigrein, sem stöðugt verður að endurskoða, endurnýja og aðlaga – endurskoða samhengi, samspil, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu efnahagslegu þátta vegna hraðra og víðtækra breytinga á flestum sviðum efnahags- og stjórnmála, reyndar á sviði siðfræði og hugmyndafræði líka. Er vafasamt, að kenning frá miðri síðustu öld falli vel að þróun og stöðu efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað með þá staðreynd, að vaxtakostnaður – hækkandi vextir – eru líka verðbólguhvetjandi, eins og olíuverðshækkanir og annar útgjaldaauki. Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð. Hvað sem þessu líður, er vandamálið nú allt of háir vextir og allt of sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verðbólga. Hvernig dettur einhverjum í hug, að helztu atvinnuvegir okkar geti þolað 20 prósenta tekjuskerðingu 2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur 10 prósent það sem af er þessu ári. Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn og hagfræðingar séu sammála um, að fyrsta mál og fremsta skylda stjórnvalda hljóti einmitt og alltaf að vera atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna stefnir því einmitt í stórfellda hættu. Hvað segir Daninn hagspaki við því? Hvernig heldur hann að ástandið yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn frekar og krónan færi í 90 til 100 krónur í evru og þúsundir manna myndu missa vinnu sína? Flestir nútímaseðlabankar og hagfræðingar eru sammála um, að um tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér höfum verið þar og erum þar. Verðbólgan er hér enginn vandi, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því af og frá að beita helzta hagstjórnartækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér kemur auðvitað líka til aðhald í ríkisfjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Hinn 24. maí sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Danann Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur er hann nefndur, sem virðist vera fastráðinn penni og sérfræðingur blaðsins á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Ekki er vitað af hverju ritstjórn leitaði út fyrir landsteinana með þetta verkefni, en ýmislegt bendir til að þar hafi ritstjórn leitað langt yfir skammt. Greinin ber yfirskriftina „Seðlabankinn gerir mistök“. Mistökin eiga að vera þau, að Seðlabanki lækkaði stýrivexti smávægilega í vikunni þar á undan, en eins og flestir Íslendingar vita og skilja, eru okurvextir hér og sterkt gengi krónunnar, sem þeir valda, að þjarma svo heiftarlega að helztu atvinnuvegum landsins, að í stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt vaxtaálag á almenningi ótalið. Fjöldauppsagnir á Akranesi eru aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvörun, um það, sem mun fylgja, ef gengi krónunnar er ekki leiðrétt snarlega og stórlega, en til þess er helzta tækið einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þessari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir skref, eftir viðbrögðum markaðarins og þörfum, en í lok dagsins virðast stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi. Áherzla skal lögð á það hér, að þetta er ekki aðeins spurning um hag og afkomu fyrirtækjanna, eins og sumir virðast telja, heldur ekki síður – eða miklu fremur – spurning um atvinnuöryggi þeirra þúsunda Íslendinga, sem hjá þessum helztu fyrirtækjum landsins starfa. Daninn hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir þetta vaxtahækkun! Hann vitnar hér í kenningu hollenzks hagfræðings, sem uppi var á síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann setti fram þá kenningu um miðja síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki beitt nema einu hagstjórnartæki til að ná fram hverju og einu hagstjórnarmarkmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að beita stýrivöxtum bæði til að stýra gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif á verðbólgu.70 ára kenning Daninn kallar þetta Tinbergen-regluna, eins og að þessi gamla kenning sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú 70 árum síðar. Hann vill beita stýrivöxtum – vaxtahækkun – til að halda verðbólgu í skefjum, sem reyndar hefur verið lítil og er í góðum skefjum og á enn inni verulega verðlækkun hjá verzluninni. Ég hef vikið að því í fyrri greinum, að hagfræðin yrði að vera lifandi fræðigrein, sem stöðugt verður að endurskoða, endurnýja og aðlaga – endurskoða samhengi, samspil, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu efnahagslegu þátta vegna hraðra og víðtækra breytinga á flestum sviðum efnahags- og stjórnmála, reyndar á sviði siðfræði og hugmyndafræði líka. Er vafasamt, að kenning frá miðri síðustu öld falli vel að þróun og stöðu efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað með þá staðreynd, að vaxtakostnaður – hækkandi vextir – eru líka verðbólguhvetjandi, eins og olíuverðshækkanir og annar útgjaldaauki. Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð. Hvað sem þessu líður, er vandamálið nú allt of háir vextir og allt of sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verðbólga. Hvernig dettur einhverjum í hug, að helztu atvinnuvegir okkar geti þolað 20 prósenta tekjuskerðingu 2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur 10 prósent það sem af er þessu ári. Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn og hagfræðingar séu sammála um, að fyrsta mál og fremsta skylda stjórnvalda hljóti einmitt og alltaf að vera atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna stefnir því einmitt í stórfellda hættu. Hvað segir Daninn hagspaki við því? Hvernig heldur hann að ástandið yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn frekar og krónan færi í 90 til 100 krónur í evru og þúsundir manna myndu missa vinnu sína? Flestir nútímaseðlabankar og hagfræðingar eru sammála um, að um tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér höfum verið þar og erum þar. Verðbólgan er hér enginn vandi, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því af og frá að beita helzta hagstjórnartækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér kemur auðvitað líka til aðhald í ríkisfjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun