Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2017 12:23 Jón Þór hefur síður en svo lagt árar í bát þó Guðni hafi gefið málið frá sér. Hann segir um pólitíska skipan dómara að ræða og það er í trássi við lög. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, neitar því ekki að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, að ætla að skrifa undir skipan 15 dómara við Landsrétt.Vísir greindi frá niðurstöðu forsetans og greinargerð hans þar að lútandi í morgun. „Já, hann ákvað að taka bara afstöðu til þess hvort Alþingi hefi farið að lögum við skipunina, sem hann virðist gera. En, ekki að rannsaka betur þær ábendingar um hvort ráðherra hefi mögulega farið á svig við lög. Sem svo margt bendir til að hann hafi gert,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi.Óvissa um lögmæti skipunarinnarJón Þór biðlaði til forsetans og batt við það vonir að hann myndi neita að skrifa undir. Og var efnt til undirskriftasöfnunar hvar rúmlega 4.300 manns hafa skrifað undir, undirskriftasöfnun sem fylgt var úr hlaði með eftirfarandi orðum: „Alþingi samþykkti skipun 15 dómara gegn ráðlagningu fagnefndar í einni atkvæðagreiðslu, en dómara skal þingið samþykkja hvern fyrir sig ef farið er á skjön við ráðlagningu. Því er lögmæti skipunarinnar í vafa og við hvetjum forseta Íslands að skrifa ekki undir hana. Það er ekki í lagi að leyfa ráðherra að skipa dómara eftir forsendum sem einungis hún þekkir. Stöndum vörð um réttarkerfið okkar og krefjumst útskýringa.“Rökstuðningur forsetans Ef rýnt er í rökstuðning forsetans fyrir ákvörðun sinni segir þar meðal annars: „Þingskjalið var þannig sett upp að gerð var tillaga um hvern dómara, í tölusettum liðum frá 1-15, svo að atkvæðagreiðsla gæti farið fram um hvern einstakling.“ Og: „Við upphaf atkvæðagreiðslunnar mælti forseti Alþingis svo: „Í áliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á þskj. 1023 er tillaga um að Alþingi álykti að samþykkja 15 tillögur dómsmálaráðherra um skipun 15 manna til að vera dómarar við Landsrétt. Tillagan í 15 töluliðum verður borin upp í heild ef enginn hreyfir andmælum við því.“Átti að keyra þetta í gegn Guðni vísar til þingvenju. En, má þá ekki segja að þið hafið einfaldlega brugðist; að of seint sé um rassinn gripið. Klikkuðuð þið ekki einfaldlega? „Ráðherra sendir inn 15 aðgreindar tillögur. Meirihlutinn í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd ákveður að taka þetta saman í eina tillögu, það er stjórnarflokkarnir þar. Minnihlutaflokkarnir kusu gegn þeirri tillögu í nefndinni. Það var alveg ljóst hvernig þetta væri. Að það ætti að keyra þetta í gegn,“ segir Jón Þór við þeirri spurningu.Rannsókn mun fara fram Þingmaðurinn er langt því frá búinn að gefa málið frá sér. Hann segir að nú þurfi að halda áfram. „Nú hefur forsetinn metið það sem svo að þetta sé löglegur gjörningur en hvort ráðherra hafi farið á svig við lög, það þarf að rannsaka. Og á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun lögðum við Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata fram tillögu um slíka rannsókn. Og nefndin hefur ákveðið að kalla á sinn fund umboðsmann Alþingis og aðallögmann Alþingis til að meta hvort slík rannsókn, ef hún færi fram samhliða dómsmálinum, myndi á einhvern hátt trufla það. Það er þannig að við erum að skoða málsmeðferðina. Rannsóknin mun fara fram, annað hvort samhliða dómsmálinu ef það skemmir ekki fyrir. Að öðrum kosti eftir að dómur fellur sem að öllum líkindum verður í júlí.“Guðni skoðar möguleika á að nota forsetavald En, var það ekki bjartsýni að ætla, í ljósi þess sem fram kom í máli Guðna í aðdraganda forsetakosninga, að hann ætlaði ekki að hafa bein afskipti af gerningum þingsins líkt og forveri hans, að Guðni myndi setja niður fótinn? Jón Þór segir að ekki sé um undirritun laga að ræða. Jón Þór segir útskýringar Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra ekki halda vatni og ýmislegt bendi til þess að um sé að ræða pólitíska skipun og hrossakaup við Viðreisn. „Hann segir í sínu áliti núna að hann hafi þessar heimildir og það sé tilefni til að skoða þetta nánar. Mér sýnist að hann hafi tekið virkan þátt í að meta það hvort hann vilji beita þessu valdi, að neita að skrifa undir.“ Þetta má heita athyglisvert.Hrossakaup stjórnarflokkanna Ýmsir, þeirra á meðal Jón Þór, hafa bent á að eftiráskýringar stjórnarflokkanna séu ósannfærandi. Og rökstuðningur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra fyrir því hverjir skipa listann yfir væntanlega dómara Landsréttar, haldi ekki vatni. Bendir þetta ekki augljóslega til þess að málið allt grundvallist á hrossakaupum milli stjórnarflokkanna þá tengt því að Viðreisn kæmi sínu máli um jafnlaunavottun í gegnum ríkisstjórnina og þingið án mótbára Sjálfstæðisflokksins?„Mér sýnist það, eftiráskýringarnar eru ekki sannfærandi og hversu ráðherra er margsaga. Viðreisn viðurkennir að hafa rekið ráðherra til baka með lista yfir þá sem hún vildi skipa," segir Jón Þór og vísar til orða þingflokksformanns Viðreisnar, Hönnu Katrínar Friðriksdóttur. „Þetta bendir til þess að um sé að ræða pólitískar skipanir en ekki skipanir út frá hæfni eins og lögin kveða skýrt á um. Jafnréttissjónarmið líkt og þau sem þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram koma þá aðeins til álita að tveir aðilar séu metnir jafnhæfir. Og jafnvel; jafnréttisvinkillinn útskýrir þetta ekki að teknu tilliti til skýringa ráðherra varðandi dómarareynslu. Þar er verið að færa karlamann úr 30. sæti er varðar dómarareynslu upp um einhver 17 sæti og fram fyrir fjölmargar konur sem hafa meiri dómarareynslu. Þetta gengur engan veginn upp,“ segir Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Dómstólar Forseti Íslands Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, neitar því ekki að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, að ætla að skrifa undir skipan 15 dómara við Landsrétt.Vísir greindi frá niðurstöðu forsetans og greinargerð hans þar að lútandi í morgun. „Já, hann ákvað að taka bara afstöðu til þess hvort Alþingi hefi farið að lögum við skipunina, sem hann virðist gera. En, ekki að rannsaka betur þær ábendingar um hvort ráðherra hefi mögulega farið á svig við lög. Sem svo margt bendir til að hann hafi gert,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi.Óvissa um lögmæti skipunarinnarJón Þór biðlaði til forsetans og batt við það vonir að hann myndi neita að skrifa undir. Og var efnt til undirskriftasöfnunar hvar rúmlega 4.300 manns hafa skrifað undir, undirskriftasöfnun sem fylgt var úr hlaði með eftirfarandi orðum: „Alþingi samþykkti skipun 15 dómara gegn ráðlagningu fagnefndar í einni atkvæðagreiðslu, en dómara skal þingið samþykkja hvern fyrir sig ef farið er á skjön við ráðlagningu. Því er lögmæti skipunarinnar í vafa og við hvetjum forseta Íslands að skrifa ekki undir hana. Það er ekki í lagi að leyfa ráðherra að skipa dómara eftir forsendum sem einungis hún þekkir. Stöndum vörð um réttarkerfið okkar og krefjumst útskýringa.“Rökstuðningur forsetans Ef rýnt er í rökstuðning forsetans fyrir ákvörðun sinni segir þar meðal annars: „Þingskjalið var þannig sett upp að gerð var tillaga um hvern dómara, í tölusettum liðum frá 1-15, svo að atkvæðagreiðsla gæti farið fram um hvern einstakling.“ Og: „Við upphaf atkvæðagreiðslunnar mælti forseti Alþingis svo: „Í áliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á þskj. 1023 er tillaga um að Alþingi álykti að samþykkja 15 tillögur dómsmálaráðherra um skipun 15 manna til að vera dómarar við Landsrétt. Tillagan í 15 töluliðum verður borin upp í heild ef enginn hreyfir andmælum við því.“Átti að keyra þetta í gegn Guðni vísar til þingvenju. En, má þá ekki segja að þið hafið einfaldlega brugðist; að of seint sé um rassinn gripið. Klikkuðuð þið ekki einfaldlega? „Ráðherra sendir inn 15 aðgreindar tillögur. Meirihlutinn í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd ákveður að taka þetta saman í eina tillögu, það er stjórnarflokkarnir þar. Minnihlutaflokkarnir kusu gegn þeirri tillögu í nefndinni. Það var alveg ljóst hvernig þetta væri. Að það ætti að keyra þetta í gegn,“ segir Jón Þór við þeirri spurningu.Rannsókn mun fara fram Þingmaðurinn er langt því frá búinn að gefa málið frá sér. Hann segir að nú þurfi að halda áfram. „Nú hefur forsetinn metið það sem svo að þetta sé löglegur gjörningur en hvort ráðherra hafi farið á svig við lög, það þarf að rannsaka. Og á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun lögðum við Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata fram tillögu um slíka rannsókn. Og nefndin hefur ákveðið að kalla á sinn fund umboðsmann Alþingis og aðallögmann Alþingis til að meta hvort slík rannsókn, ef hún færi fram samhliða dómsmálinum, myndi á einhvern hátt trufla það. Það er þannig að við erum að skoða málsmeðferðina. Rannsóknin mun fara fram, annað hvort samhliða dómsmálinu ef það skemmir ekki fyrir. Að öðrum kosti eftir að dómur fellur sem að öllum líkindum verður í júlí.“Guðni skoðar möguleika á að nota forsetavald En, var það ekki bjartsýni að ætla, í ljósi þess sem fram kom í máli Guðna í aðdraganda forsetakosninga, að hann ætlaði ekki að hafa bein afskipti af gerningum þingsins líkt og forveri hans, að Guðni myndi setja niður fótinn? Jón Þór segir að ekki sé um undirritun laga að ræða. Jón Þór segir útskýringar Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra ekki halda vatni og ýmislegt bendi til þess að um sé að ræða pólitíska skipun og hrossakaup við Viðreisn. „Hann segir í sínu áliti núna að hann hafi þessar heimildir og það sé tilefni til að skoða þetta nánar. Mér sýnist að hann hafi tekið virkan þátt í að meta það hvort hann vilji beita þessu valdi, að neita að skrifa undir.“ Þetta má heita athyglisvert.Hrossakaup stjórnarflokkanna Ýmsir, þeirra á meðal Jón Þór, hafa bent á að eftiráskýringar stjórnarflokkanna séu ósannfærandi. Og rökstuðningur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra fyrir því hverjir skipa listann yfir væntanlega dómara Landsréttar, haldi ekki vatni. Bendir þetta ekki augljóslega til þess að málið allt grundvallist á hrossakaupum milli stjórnarflokkanna þá tengt því að Viðreisn kæmi sínu máli um jafnlaunavottun í gegnum ríkisstjórnina og þingið án mótbára Sjálfstæðisflokksins?„Mér sýnist það, eftiráskýringarnar eru ekki sannfærandi og hversu ráðherra er margsaga. Viðreisn viðurkennir að hafa rekið ráðherra til baka með lista yfir þá sem hún vildi skipa," segir Jón Þór og vísar til orða þingflokksformanns Viðreisnar, Hönnu Katrínar Friðriksdóttur. „Þetta bendir til þess að um sé að ræða pólitískar skipanir en ekki skipanir út frá hæfni eins og lögin kveða skýrt á um. Jafnréttissjónarmið líkt og þau sem þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram koma þá aðeins til álita að tveir aðilar séu metnir jafnhæfir. Og jafnvel; jafnréttisvinkillinn útskýrir þetta ekki að teknu tilliti til skýringa ráðherra varðandi dómarareynslu. Þar er verið að færa karlamann úr 30. sæti er varðar dómarareynslu upp um einhver 17 sæti og fram fyrir fjölmargar konur sem hafa meiri dómarareynslu. Þetta gengur engan veginn upp,“ segir Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.
Dómstólar Forseti Íslands Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00
Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26