Uppbótartíminn: FH komið í gang en hvað er í gangi hjá KR? | Myndbönd 6. júní 2017 11:00 Andri Rúnar Bjarnason var KR-ingum erfiður á KR-vellinum í gær. Vísir/Stefán Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp sjöttu umferðina í Pepsi-deildinni á léttum og gagnrýnum nótum. Valsmenn og Grindvíkingar komust upp að hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla um Hvítasunnuhelgina en þá fór fram sjötta umferð deildarinnar. Eftir leikina eru Stjarnan, Valur og Grindavík öll með þrettán stig á toppnum. FH-ingar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni en Garðbæingar hefðu með sigri verið tíu stigum á undan þeim. FH er þó bara í fimmta sætinu því báðir nýliðarnir eru ofar en Íslandsmeistararnir. FH-ingar komust í gang en sömu sögu er ekki hægt að segja af KR-liðinu sem tapaði á heimavelli á móti Grindavík. KR hefur aðeins unnið 2 af 6 leikjum og báðir sigurleikirnir voru á móti neðstu liðum deildarinnar. Breiðablik og Víkingur R. unnu sína leiki og komust bæði upp fyrir KR í töflunni en Vesturbæjarliðið situr í 8. sæti í landsleikjahléinu. Sigur Reykjavíkur-Víkinga á Fjölni þýðir að útlitið er farið að dökkna hjá Vesturlandsliðunum ÍA og Víkingi Ó. Liðin hafa bara náð í þrjú stig í fyrstu sex umferðunum og eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti.Vísir/StefánUmfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Valur - ÍBV 2-1FH - Stjarnan 3-0Víkingur Ó. - KA 1-4ÍA - Breiðablik 2-3KR - Grindavík 0-1Víkingur R. - Fjölnir 2-1Vísir/StefánGóð umferð fyrir ... ... FH-inga sem sýndu loksins sitt rétta andlit í sannfærandi 3-0 sigri á toppliði Stjörnunnar. FH-liðið vann ekki bara efsta liðið og skoraði þrjú mörk heldur hélt FH líka hreinu í fyrsta sinn í sumar. Heimir Guðjónsson náði að galdra fram góða gamla FH-liðið eftir vandræði í upphafi móts og þar munaði miklu um að Atli Guðnason fór á kostum eftir rólega byrjun í sumar. ... Andra Rúnar Bjarnason sem er ekkert að láta mikla umfjöllun stíga sér til höfuðs. Fiskaði aukaspyrnuna, sem gaf honum tækifæri til að fiska vítið þar sem hann skoraði sigurmark Grindavíkur á KR-vellinum. Sex mörk í fjórum sigurleikjum Grindvíkinga í sumar. Það er líklega enginn mikilvægari fyrir sitt lið í Pepsi-deildinni. ... nýju þjálfarana Loga Ólafsson hjá Víkingi R. og Milos Milojevic hjá Breiðabliki sem unnu báðir sína leiki í sjöttu umferðinni og hafa því hvorugur tapað í fyrstu tveimur leikjum sínum á nýjum stað. Milos hefur ennfremur unnið báða leikina með Blikana og Breiðabliksliðið hefur skorað í þeim fimm mörk.Vísir/StefánSlæm umferð fyrir ... ... Willum Þór Þórsson, þjálfara KR, sem er í miklum vandræðum með liðið sitt þessa dagana. KR þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna 1. deildarlið ÍR í bikarnum í síðustu viku og hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Annað árið í röð lítur út fyrir að KR-ingar ætli að kveðja titilbaráttuna áður en þjóðhátíðardagurinn rennur upp. ... Pétur Guðmundsson, dómara, sem missti á einhvern óskiljanlegan hátt af því þegar Ivica Jovanovic var liggur við kominn samhliða Vladimir Tufegdzic þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark Víkings úr vítaspyrnu. ... varnarmenn Skagamanna sem fengu enn á ný á sig fullt af mörkum á heimavelli. Skagamenn hafa skorað átta mörk í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum en eru samt ennþá stigalausir á Akranesvellinum í sumar. Mótherjar þeirra hafa skorað fjórtán mörk í þessum fjórum leikjum og unnið þá alla.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kaplakrikavelli„Hér er dekstrað við blaðamenn. Hef vart kynnst öðru eins. Franskar, pitsur og tvær gerðir af snittum! Þetta er í alþjóðlegum klassa.“Elías Orri Njarðarson á Akranesvelli„Völlurinn sleipur.Vó. Blikar í sókn og Ingvar að taka sér stöðu í teignum og rennur síðan allt í einu á hausinn! ÍA ná að bjarga þessu en þarna hefði getað orðið mikil hætta á ferð.“Jóhann Óli Eiðsson á Valsvelli„Einar Karl með tæklingu í gegnum klofið á Punyed. Slæðir smá hendi aðeins upp. ÍBV vildu aukaspyrnu en fá ekki.“Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli„Logi Ólafsson situr pollslakur í varamannaskýlinu á meðan Bjarni Guðjónsson, nýskipaður aðstoðarþjálfari hans, sér um að standa á hliðarlínunni og gefa skipanir.“Árni Jóhannsson á KR-velli„Fyrsta færið er Grindvíkinga og er þar að verki Andri Rúnar Bjarnason. Beitir varði boltann vel en náði ekki að halda boltanum. Grindvíkingar náðu frákastinu en Beitir fékk högg a sig þurfti á aðhlynningu að halda það hefði nú verið eitthvað ef hann myndi meiðast líka.“Emil LyngVísir/ErnirHæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Emil Lyng, KA 9 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki 9 Alex Freyr Hilmarsson, Víkingi R. 8 Martin Lund Pedersen, Breiðabliki 8 Darko Bulatovic, KA 8 Atli Guðnason, FH 8 Sveinn Sigurður Jóhannesson, Stjörnunni 3 Jóhann Laxdal, Stjörnunni 4 Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörnunni 4 Máni Austmann Hilmarsson, Stjörnunni 4 Alexis Egea, Víkingi Ó. 4 Hörður Ingi Gunnarsson, Víkingi Ó. 4 Alfreð Már Hjaltalín, Víkingi Ó. 4 Ingvar Þór Kale, ÍA 4 Hilmar Halldórsson, ÍA 4 Gylfi Veigar Gylfason, ÍA 4 Rashid Yussuff, ÍA 4 Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fjölni 4 Bojan Stefán Ljubicic, Fjölni 4 Igor Taskovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Andri Adolphsson, Val 4 Óskar Elías Zoega Óskarsson, ÍBV 4 Felix Örn Friðriksson, ÍBV 4Elska hvað KA og Grindavík eru að brillera í #pepsi365— Teitur Örlygsson (@teitur11) June 5, 2017 Hvernig er EKKI HÆGT að vera a Sigga Lar vagninum!? #pepsi365— Orri S. Omarsson (@orrisigurdurO) June 5, 2017 Afhverju ekki að henda Svenna bara í framherjann? Það er búið að reyna nóg á danska lakkrísrörið. #Pepsi365— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 4, 2017 Er fótbolti ekki orðið galið sport þegar 4.dómari er farinn að dæma atvik 60 metra í burtu? #pepsi365 #fotboltinet— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) June 5, 2017 Er hægt að heita meira Skaganafni en Stefán Teitur Þórðarson? #pepsi365— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) June 5, 2017 Vinstri bakvörður KA er alvöru spilari #fotboltinet #pepsi365— Óskar Smári (@oskarsmari7) June 5, 2017 Andri Rúnar Bjarnason appreciation tíst. Þvílík frammistaða í Frostaskjólinu í kvöld. #pepsi365— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 5, 2017 Gullmark 6. umferðarTrabant 6. umferðarAugnablik 6. umferðarLeikmaður 6. umferðar120 sekúndur 6. umferðar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45 Uppbótartíminn: Gulir og glaðir Grindvíkingar | Myndbönd Vísir fer yfir 5. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í gær. 29. maí 2017 11:00 Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp sjöttu umferðina í Pepsi-deildinni á léttum og gagnrýnum nótum. Valsmenn og Grindvíkingar komust upp að hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla um Hvítasunnuhelgina en þá fór fram sjötta umferð deildarinnar. Eftir leikina eru Stjarnan, Valur og Grindavík öll með þrettán stig á toppnum. FH-ingar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni en Garðbæingar hefðu með sigri verið tíu stigum á undan þeim. FH er þó bara í fimmta sætinu því báðir nýliðarnir eru ofar en Íslandsmeistararnir. FH-ingar komust í gang en sömu sögu er ekki hægt að segja af KR-liðinu sem tapaði á heimavelli á móti Grindavík. KR hefur aðeins unnið 2 af 6 leikjum og báðir sigurleikirnir voru á móti neðstu liðum deildarinnar. Breiðablik og Víkingur R. unnu sína leiki og komust bæði upp fyrir KR í töflunni en Vesturbæjarliðið situr í 8. sæti í landsleikjahléinu. Sigur Reykjavíkur-Víkinga á Fjölni þýðir að útlitið er farið að dökkna hjá Vesturlandsliðunum ÍA og Víkingi Ó. Liðin hafa bara náð í þrjú stig í fyrstu sex umferðunum og eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti.Vísir/StefánUmfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Valur - ÍBV 2-1FH - Stjarnan 3-0Víkingur Ó. - KA 1-4ÍA - Breiðablik 2-3KR - Grindavík 0-1Víkingur R. - Fjölnir 2-1Vísir/StefánGóð umferð fyrir ... ... FH-inga sem sýndu loksins sitt rétta andlit í sannfærandi 3-0 sigri á toppliði Stjörnunnar. FH-liðið vann ekki bara efsta liðið og skoraði þrjú mörk heldur hélt FH líka hreinu í fyrsta sinn í sumar. Heimir Guðjónsson náði að galdra fram góða gamla FH-liðið eftir vandræði í upphafi móts og þar munaði miklu um að Atli Guðnason fór á kostum eftir rólega byrjun í sumar. ... Andra Rúnar Bjarnason sem er ekkert að láta mikla umfjöllun stíga sér til höfuðs. Fiskaði aukaspyrnuna, sem gaf honum tækifæri til að fiska vítið þar sem hann skoraði sigurmark Grindavíkur á KR-vellinum. Sex mörk í fjórum sigurleikjum Grindvíkinga í sumar. Það er líklega enginn mikilvægari fyrir sitt lið í Pepsi-deildinni. ... nýju þjálfarana Loga Ólafsson hjá Víkingi R. og Milos Milojevic hjá Breiðabliki sem unnu báðir sína leiki í sjöttu umferðinni og hafa því hvorugur tapað í fyrstu tveimur leikjum sínum á nýjum stað. Milos hefur ennfremur unnið báða leikina með Blikana og Breiðabliksliðið hefur skorað í þeim fimm mörk.Vísir/StefánSlæm umferð fyrir ... ... Willum Þór Þórsson, þjálfara KR, sem er í miklum vandræðum með liðið sitt þessa dagana. KR þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna 1. deildarlið ÍR í bikarnum í síðustu viku og hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Annað árið í röð lítur út fyrir að KR-ingar ætli að kveðja titilbaráttuna áður en þjóðhátíðardagurinn rennur upp. ... Pétur Guðmundsson, dómara, sem missti á einhvern óskiljanlegan hátt af því þegar Ivica Jovanovic var liggur við kominn samhliða Vladimir Tufegdzic þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark Víkings úr vítaspyrnu. ... varnarmenn Skagamanna sem fengu enn á ný á sig fullt af mörkum á heimavelli. Skagamenn hafa skorað átta mörk í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum en eru samt ennþá stigalausir á Akranesvellinum í sumar. Mótherjar þeirra hafa skorað fjórtán mörk í þessum fjórum leikjum og unnið þá alla.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kaplakrikavelli„Hér er dekstrað við blaðamenn. Hef vart kynnst öðru eins. Franskar, pitsur og tvær gerðir af snittum! Þetta er í alþjóðlegum klassa.“Elías Orri Njarðarson á Akranesvelli„Völlurinn sleipur.Vó. Blikar í sókn og Ingvar að taka sér stöðu í teignum og rennur síðan allt í einu á hausinn! ÍA ná að bjarga þessu en þarna hefði getað orðið mikil hætta á ferð.“Jóhann Óli Eiðsson á Valsvelli„Einar Karl með tæklingu í gegnum klofið á Punyed. Slæðir smá hendi aðeins upp. ÍBV vildu aukaspyrnu en fá ekki.“Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli„Logi Ólafsson situr pollslakur í varamannaskýlinu á meðan Bjarni Guðjónsson, nýskipaður aðstoðarþjálfari hans, sér um að standa á hliðarlínunni og gefa skipanir.“Árni Jóhannsson á KR-velli„Fyrsta færið er Grindvíkinga og er þar að verki Andri Rúnar Bjarnason. Beitir varði boltann vel en náði ekki að halda boltanum. Grindvíkingar náðu frákastinu en Beitir fékk högg a sig þurfti á aðhlynningu að halda það hefði nú verið eitthvað ef hann myndi meiðast líka.“Emil LyngVísir/ErnirHæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Emil Lyng, KA 9 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki 9 Alex Freyr Hilmarsson, Víkingi R. 8 Martin Lund Pedersen, Breiðabliki 8 Darko Bulatovic, KA 8 Atli Guðnason, FH 8 Sveinn Sigurður Jóhannesson, Stjörnunni 3 Jóhann Laxdal, Stjörnunni 4 Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörnunni 4 Máni Austmann Hilmarsson, Stjörnunni 4 Alexis Egea, Víkingi Ó. 4 Hörður Ingi Gunnarsson, Víkingi Ó. 4 Alfreð Már Hjaltalín, Víkingi Ó. 4 Ingvar Þór Kale, ÍA 4 Hilmar Halldórsson, ÍA 4 Gylfi Veigar Gylfason, ÍA 4 Rashid Yussuff, ÍA 4 Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fjölni 4 Bojan Stefán Ljubicic, Fjölni 4 Igor Taskovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Andri Adolphsson, Val 4 Óskar Elías Zoega Óskarsson, ÍBV 4 Felix Örn Friðriksson, ÍBV 4Elska hvað KA og Grindavík eru að brillera í #pepsi365— Teitur Örlygsson (@teitur11) June 5, 2017 Hvernig er EKKI HÆGT að vera a Sigga Lar vagninum!? #pepsi365— Orri S. Omarsson (@orrisigurdurO) June 5, 2017 Afhverju ekki að henda Svenna bara í framherjann? Það er búið að reyna nóg á danska lakkrísrörið. #Pepsi365— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 4, 2017 Er fótbolti ekki orðið galið sport þegar 4.dómari er farinn að dæma atvik 60 metra í burtu? #pepsi365 #fotboltinet— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) June 5, 2017 Er hægt að heita meira Skaganafni en Stefán Teitur Þórðarson? #pepsi365— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) June 5, 2017 Vinstri bakvörður KA er alvöru spilari #fotboltinet #pepsi365— Óskar Smári (@oskarsmari7) June 5, 2017 Andri Rúnar Bjarnason appreciation tíst. Þvílík frammistaða í Frostaskjólinu í kvöld. #pepsi365— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 5, 2017 Gullmark 6. umferðarTrabant 6. umferðarAugnablik 6. umferðarLeikmaður 6. umferðar120 sekúndur 6. umferðar
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45 Uppbótartíminn: Gulir og glaðir Grindvíkingar | Myndbönd Vísir fer yfir 5. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í gær. 29. maí 2017 11:00 Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45
Uppbótartíminn: Gulir og glaðir Grindvíkingar | Myndbönd Vísir fer yfir 5. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í gær. 29. maí 2017 11:00
Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30